Ástin á götunni Van Persie kannski með Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Robbie van Persie eigi möguleika á að spila leikinn um Samfélagsskjöldin á sunnudag. Van Persie á enn kæru yfir höfði sér vegna nauðgunarmáls en hann þurfti að dvelja í fangelsi ekki alls fyrir löngu vegna málsins. Sport 13.10.2005 19:37 Fram í úrslitaleik VISA bikarsins Fram tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleik VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir ótrúlega dramatískan sigur á FH í framlengdum leik og þrefaldan bráðabana í vítaspyrnukeppni. Lokatölur urðu 9-8 fyrir Fram. Sport 13.10.2005 19:37 Fram minnkar muninn gegn FH Fram hefur minnkað muninn gegn FH á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 2-1. Það var Daði Lárusson markvörður FH sem gerði heldur klaufalegt sjálfsmark en hann náði ekki að halda boltanum eftir harðan ágang Andra Fannars Ottóssonar. Markið kom á 81. mínútu. Framarar sækja nú stíft lokamínúturnar. Sport 13.10.2005 19:37 Neftchi vann Anderlecht heima Neftchi Baku frá Azerbaijan, sem sló FH út úr Meistaradeildinni í knattspyrnu á dögunum, vann 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í kvöld í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar. Anderlecht vann fyrri leikinn örugglega heima fyrir viku, 5-0 þannig að samanlagður sigur Belganna var aldrei í hættu og FH-banarnir eru úr leik. Sport 13.10.2005 19:37 Vítaspyrnukeppni í Laugardal Leikur Fram og FH fer í vítaspyrnukeppni en ekkert mark var skorað í framlengingu. Staðan er því 2-2 eftir vejulegan leiktíma og framlengingu og munu úrslit hennar birtast um leið og hún er afstaðin. Sport 13.10.2005 19:37 Tottenham í skýjunum með Davids Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs hafa landað einum mesta hvalreka seinni ára í sögu félagsins en hollenski landsliðsmiðjumaðurinn Edgar Davids hefur gengið í raðir liðsins. Tottenham fær Davids á frjálsri sölu frá Inter Milan þar sem hann var farinn að gróa fastur við varamannabekkinn. Sport 13.10.2005 19:37 Nokkrir tæpir fyrir Fram-FH Í kvöld mætast Fram og FH í fyrri undanúrslitaleik VISA bikarsins í knattspyrnu. Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram segir óljóst með nokkra leikmenn í Fram-liðinu vegna meiðsla. Leifur Garðarsson aðstoðarþjálfari FH notaði tækifærið á fréttamannafundi og skaut aðeins léttilega á KSÍ fyrir að hafa undanúrslitaleikina í bikarnum á Laugardalsvelli. Sport 13.10.2005 19:37 FH komið yfir gegn Fram Allan Borgvardt hefur komið FH yfir gegn Fram, 1-0, í undanúrslitaleik liðanna í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Daninn fékk sendingu inn fyrir vörn Fram og komst einn á móti Gunnari Sigurðssyni markverði á 28. mínútu. Leikurinn sem fer fram á Laugardalsvelli hófst kl. 19:40 og er í beinni útsendingu á <a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000301&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank"><strong>BOLTAVAKTINNI</strong></a> hér á Vísi. Sport 13.10.2005 19:37 Enn tapar Ísland U17 Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, 17 ára og yngri, tapaði í dag öðrum leik sínum í röð, nú fyrir Írum, 2-0, á Keflavíkurvelli, í A-riðli á Norðurlandamótinu sem hófst í gær. Ísland hefur þar með tapað báðum fyrstu leikjunum sínum eftir að hafa steinlegið fyrir Dönum á KR-vellinum í gær, 4-0. Sport 13.10.2005 19:37 Kieran Richardson áfram hjá United Táningurinn Kieran Richardson sem sló í gegn með W.B.A. á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni vill ekki fara aftur félagsins en hann var þar af láni á síðustu leiktíð frá Manchester United. Þess í stað ætlar hann að reyna að berjast fyrir sæti sínu hjá United. Sport 13.10.2005 19:37 Zidane aftur í franska landsliðið Franska goðsögnin Zinedine Zidane hjá Real Madrid kom fótboltaheiminum í opna skjöldu í dag þegar hann tilkynnti endurkomu sína í franska landsliðið, um ári eftir að hann tilkynnti að hann væri endanlega hættur að leika með liðinu. Claude Makelele, miðjumaður Chelsea hefur einnig boðið þjónustu sína í landsliðið en hann hafði einnig sagt skilið við landsliðið. Sport 13.10.2005 19:37 Helsingborg - Djurgarden Heilsingborg sigraði Djurgarden með tveimur mörkum gegn engu í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgarden, en var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Sport 13.10.2005 19:37 Norðurlandamót drengjalandsliða Norðurlandamót drengjalandsliða í knattspyrnu hefst í dag , en leikið verður hér á landi. Leikið er í tveimur riðlum og taka átta þjóðir þátt í mótinu. Íslendingar mæta Dönum í fyrsta leik á KR vellinum hlukkan 14:30, en Ísland og Danmörk léku til úrslita á mótinu í Finnlandi á síðasta ári. Þá höfðu Danir sigur , 3 - 0 , en Ísland vann sigur á mótinu árið 2002. Íslendingar leika í A riðli ásamt Dönum , Írum og Norðmönnum. Í B riðli eigast við Svíar, Finnar, Færeyingar og Englendingar. Sport 13.10.2005 19:37 Ótrúlegur leikur í Glasgow í kvöld Glasgow Celtic er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 4-0 sigur á Artmedia frá Slóvakíu á Celtic Park í kvöld. Slóvaska liðið vann fyrri leikinn heima fyrir 5-0 og því hefði Celtic þurft að komast í sögubækurnar til að knýja fram framlengingu með því að vinna upp þann mun. Sport 13.10.2005 19:37 Sveittur og kaldur með Liverpool Sigursteinn Brynjólfsson formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi á von á því að Jerzy Dudek og Milan Baros fari frá félaginu innan skamms. Hann ætlar á Players í kvöld að horfa á seinni leik Liverpool og Kaunas frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18:45. Sport 13.10.2005 19:37 Liverpool áfram í Meistaradeild Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Evrópumeistararnir lögðu Kaunas frá Litháen, 2-0 í síðari leik liðanna á Anfield. Samanlagður sigur því 5-1. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld á 77. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Sport 13.10.2005 19:37 Carson og Crouch í byrjunarliðinu Sami Hyypia er fyrirliði Liverpool í kvöld þegar Evrópumeistararnir taka á móti Kaunas frá Litháen í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Rafael Benitez setur ungstirnið Scott Carson í markið í stað Jose Reina og þá er kóngurinn á Anfield, Steven Gerrard á varamannabekknum ásamt öðrum stórjöxlum. Leikurinn hófst kl. 18:45. Sport 13.10.2005 19:37 Markalaust í hálfleik á Anfield Staðan í hálfleik í viðureign Liverpool og Kaunas í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar er 0-0 en leikið er á Anfield. Leikurinn hófst kl. 18:45. Þetta er síðari leikur liðanna en Liverpool vann fyrri leikinn í Litháen 1-3. Liverpool hefur ráðið gangi leiksins í fyrri hálfleik. Sport 13.10.2005 19:37 Stubbs til Sunderland Varnarmaðurinn, Alan Stubbs er genginn til liðs við nýliða Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hann var leystur undan samningi við Everton í lok síðustu leiktíðar. Stubbs er 33 ára gamall og var fyrirliði Everton í fyrra sem lennti í fjórða sæti og vann sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sport 13.10.2005 19:37 Laudrup skoraði gegn Íslandi U17 Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, 17 ára og yngri, tapaði í dag fyrir Danmörku, 4-0, á KR-velli í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu sem hófst í dag. Mads Thunø Laudrup, sonur dönsku goðsagnarinnar Michael Laudrup, skoraði eitt marka danska landsliðsins í dag. Næsti leikur Íslands verður gegn Írum á morgun klukkan 14.30 á Keflavíkurvelli. Sport 13.10.2005 19:37 Newcastle á eftir Owen Komið hefur upp úr krafsinu að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Utd þykir líklegast til þess að hreppa landsliðsmanninn Michael Owen hjá Real Madrid. Hefur Manchester United oftast verið nefnt í því samhengi en BBC hefur öruggar heimildir fyrir því að Man Utd hafi ekki falast eftir Owen. Sport 13.10.2005 19:37 Andy Johnson áfram hjá Palace <div class="Text194214">Markamaskínan, Andy Johnson, verður áfram í herbúðum Crystal Palace þrátt fyrir að liðið hafi fallið í B deild í vor. Johnson, sem var næstmarkahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð skrifaði undir fimm ára samning við Palace í gær. Þar með lýkur vangaveltunum um framtíð hans í bili að minnsta kosti.</div> Sport 13.10.2005 19:37 Liverpool lánar Le Tallec Franski sóknarmaðurinn Anthony Le Tallec sem verið hefur hjá Liverpool í á þriðja ár hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland á árslöngum lánssamningi. Le Tallec er tvítugur og var keyptur til félagsins ásamt Florent Sinama-Pongolle í stjóratíð Gerard Houllier. Sport 13.10.2005 19:37 Leikið við Kólumbíu í ágúst Íslenska landsliðið í knatttspyrnu mætir Kólumbíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 17 ágúst n.k. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mætir Suður Ameríkumönnunum. Sport 13.10.2005 19:37 Chelsea - AC Milan Í gærkvöldi áttust við Chelsea og AC Milan. Didier Drogba kom Chelsea yfir en Portúgalinn snjalli Rui Costa jafnaði metin á 79. mín. Lokastaðan því 1-1. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn útaf um miðjan seinni hálfleik. Sport 13.10.2005 19:36 Góð byrjun hjá Glasgow Rangers Glasgow Rangers byrjuðu vel í skoska fótboltanum í gær. Þeir unnu Livingstone sannfærandi 3-0. Dado Prso skoraði fyrsta markið á 23 mín. Hinn nýi leikmaður Rangers Pierre-FanFan bætti við öðru marki á 53. mín. Það var svo Daninn Peter Lovendkrands sem innsiglaði góðan sigur Rangers manna. Rétt rúmlega 50 þús manns sáu leikinn á Ibrox. Sport 13.10.2005 19:36 Start enn efst í norska boltanum Start frá Noregi sem Jóhannes Harðarson leikur með, er enn efst í norska fótboltanum. Start sigraði Molde 1-0 en Jóhannes var varamaður í leiknum og fékk ekki að spreyta sig. Start er með 33 stig. Sport 13.10.2005 19:36 Owen til United? Michael Owen, leikmaður Real Madrid gæti verið á leiðinni, til Manchester United eftir að Madrídarliðið keyti brasilísku framherjana Baptista og Robinho. Kaupverðið á Owen er talið vera um 12 milljónir punda. Glazer feðgar hafa fulllvissað stjórnarformann United, David Gill að nægt fjármagn sé til staðar til að styrkja liðið. Sport 13.10.2005 19:36 Walter Samuel til Inter Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:36 Start áfram á toppnum Start í Kristiansand sigraði Molde 1-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og heldur þriggja stiga forystu í deildinni. Skagamaðurinn, Jóhannes Harðarson var varamaður í liði Start, en kom ekki við sögu í leiknum. Sport 13.10.2005 19:36 « ‹ 322 323 324 325 326 327 328 329 330 … 334 ›
Van Persie kannski með Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Robbie van Persie eigi möguleika á að spila leikinn um Samfélagsskjöldin á sunnudag. Van Persie á enn kæru yfir höfði sér vegna nauðgunarmáls en hann þurfti að dvelja í fangelsi ekki alls fyrir löngu vegna málsins. Sport 13.10.2005 19:37
Fram í úrslitaleik VISA bikarsins Fram tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleik VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir ótrúlega dramatískan sigur á FH í framlengdum leik og þrefaldan bráðabana í vítaspyrnukeppni. Lokatölur urðu 9-8 fyrir Fram. Sport 13.10.2005 19:37
Fram minnkar muninn gegn FH Fram hefur minnkað muninn gegn FH á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 2-1. Það var Daði Lárusson markvörður FH sem gerði heldur klaufalegt sjálfsmark en hann náði ekki að halda boltanum eftir harðan ágang Andra Fannars Ottóssonar. Markið kom á 81. mínútu. Framarar sækja nú stíft lokamínúturnar. Sport 13.10.2005 19:37
Neftchi vann Anderlecht heima Neftchi Baku frá Azerbaijan, sem sló FH út úr Meistaradeildinni í knattspyrnu á dögunum, vann 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í kvöld í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar. Anderlecht vann fyrri leikinn örugglega heima fyrir viku, 5-0 þannig að samanlagður sigur Belganna var aldrei í hættu og FH-banarnir eru úr leik. Sport 13.10.2005 19:37
Vítaspyrnukeppni í Laugardal Leikur Fram og FH fer í vítaspyrnukeppni en ekkert mark var skorað í framlengingu. Staðan er því 2-2 eftir vejulegan leiktíma og framlengingu og munu úrslit hennar birtast um leið og hún er afstaðin. Sport 13.10.2005 19:37
Tottenham í skýjunum með Davids Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs hafa landað einum mesta hvalreka seinni ára í sögu félagsins en hollenski landsliðsmiðjumaðurinn Edgar Davids hefur gengið í raðir liðsins. Tottenham fær Davids á frjálsri sölu frá Inter Milan þar sem hann var farinn að gróa fastur við varamannabekkinn. Sport 13.10.2005 19:37
Nokkrir tæpir fyrir Fram-FH Í kvöld mætast Fram og FH í fyrri undanúrslitaleik VISA bikarsins í knattspyrnu. Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram segir óljóst með nokkra leikmenn í Fram-liðinu vegna meiðsla. Leifur Garðarsson aðstoðarþjálfari FH notaði tækifærið á fréttamannafundi og skaut aðeins léttilega á KSÍ fyrir að hafa undanúrslitaleikina í bikarnum á Laugardalsvelli. Sport 13.10.2005 19:37
FH komið yfir gegn Fram Allan Borgvardt hefur komið FH yfir gegn Fram, 1-0, í undanúrslitaleik liðanna í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Daninn fékk sendingu inn fyrir vörn Fram og komst einn á móti Gunnari Sigurðssyni markverði á 28. mínútu. Leikurinn sem fer fram á Laugardalsvelli hófst kl. 19:40 og er í beinni útsendingu á <a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000301&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank"><strong>BOLTAVAKTINNI</strong></a> hér á Vísi. Sport 13.10.2005 19:37
Enn tapar Ísland U17 Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, 17 ára og yngri, tapaði í dag öðrum leik sínum í röð, nú fyrir Írum, 2-0, á Keflavíkurvelli, í A-riðli á Norðurlandamótinu sem hófst í gær. Ísland hefur þar með tapað báðum fyrstu leikjunum sínum eftir að hafa steinlegið fyrir Dönum á KR-vellinum í gær, 4-0. Sport 13.10.2005 19:37
Kieran Richardson áfram hjá United Táningurinn Kieran Richardson sem sló í gegn með W.B.A. á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni vill ekki fara aftur félagsins en hann var þar af láni á síðustu leiktíð frá Manchester United. Þess í stað ætlar hann að reyna að berjast fyrir sæti sínu hjá United. Sport 13.10.2005 19:37
Zidane aftur í franska landsliðið Franska goðsögnin Zinedine Zidane hjá Real Madrid kom fótboltaheiminum í opna skjöldu í dag þegar hann tilkynnti endurkomu sína í franska landsliðið, um ári eftir að hann tilkynnti að hann væri endanlega hættur að leika með liðinu. Claude Makelele, miðjumaður Chelsea hefur einnig boðið þjónustu sína í landsliðið en hann hafði einnig sagt skilið við landsliðið. Sport 13.10.2005 19:37
Helsingborg - Djurgarden Heilsingborg sigraði Djurgarden með tveimur mörkum gegn engu í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgarden, en var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Sport 13.10.2005 19:37
Norðurlandamót drengjalandsliða Norðurlandamót drengjalandsliða í knattspyrnu hefst í dag , en leikið verður hér á landi. Leikið er í tveimur riðlum og taka átta þjóðir þátt í mótinu. Íslendingar mæta Dönum í fyrsta leik á KR vellinum hlukkan 14:30, en Ísland og Danmörk léku til úrslita á mótinu í Finnlandi á síðasta ári. Þá höfðu Danir sigur , 3 - 0 , en Ísland vann sigur á mótinu árið 2002. Íslendingar leika í A riðli ásamt Dönum , Írum og Norðmönnum. Í B riðli eigast við Svíar, Finnar, Færeyingar og Englendingar. Sport 13.10.2005 19:37
Ótrúlegur leikur í Glasgow í kvöld Glasgow Celtic er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 4-0 sigur á Artmedia frá Slóvakíu á Celtic Park í kvöld. Slóvaska liðið vann fyrri leikinn heima fyrir 5-0 og því hefði Celtic þurft að komast í sögubækurnar til að knýja fram framlengingu með því að vinna upp þann mun. Sport 13.10.2005 19:37
Sveittur og kaldur með Liverpool Sigursteinn Brynjólfsson formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi á von á því að Jerzy Dudek og Milan Baros fari frá félaginu innan skamms. Hann ætlar á Players í kvöld að horfa á seinni leik Liverpool og Kaunas frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18:45. Sport 13.10.2005 19:37
Liverpool áfram í Meistaradeild Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Evrópumeistararnir lögðu Kaunas frá Litháen, 2-0 í síðari leik liðanna á Anfield. Samanlagður sigur því 5-1. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld á 77. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Sport 13.10.2005 19:37
Carson og Crouch í byrjunarliðinu Sami Hyypia er fyrirliði Liverpool í kvöld þegar Evrópumeistararnir taka á móti Kaunas frá Litháen í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Rafael Benitez setur ungstirnið Scott Carson í markið í stað Jose Reina og þá er kóngurinn á Anfield, Steven Gerrard á varamannabekknum ásamt öðrum stórjöxlum. Leikurinn hófst kl. 18:45. Sport 13.10.2005 19:37
Markalaust í hálfleik á Anfield Staðan í hálfleik í viðureign Liverpool og Kaunas í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar er 0-0 en leikið er á Anfield. Leikurinn hófst kl. 18:45. Þetta er síðari leikur liðanna en Liverpool vann fyrri leikinn í Litháen 1-3. Liverpool hefur ráðið gangi leiksins í fyrri hálfleik. Sport 13.10.2005 19:37
Stubbs til Sunderland Varnarmaðurinn, Alan Stubbs er genginn til liðs við nýliða Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hann var leystur undan samningi við Everton í lok síðustu leiktíðar. Stubbs er 33 ára gamall og var fyrirliði Everton í fyrra sem lennti í fjórða sæti og vann sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sport 13.10.2005 19:37
Laudrup skoraði gegn Íslandi U17 Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, 17 ára og yngri, tapaði í dag fyrir Danmörku, 4-0, á KR-velli í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu sem hófst í dag. Mads Thunø Laudrup, sonur dönsku goðsagnarinnar Michael Laudrup, skoraði eitt marka danska landsliðsins í dag. Næsti leikur Íslands verður gegn Írum á morgun klukkan 14.30 á Keflavíkurvelli. Sport 13.10.2005 19:37
Newcastle á eftir Owen Komið hefur upp úr krafsinu að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Utd þykir líklegast til þess að hreppa landsliðsmanninn Michael Owen hjá Real Madrid. Hefur Manchester United oftast verið nefnt í því samhengi en BBC hefur öruggar heimildir fyrir því að Man Utd hafi ekki falast eftir Owen. Sport 13.10.2005 19:37
Andy Johnson áfram hjá Palace <div class="Text194214">Markamaskínan, Andy Johnson, verður áfram í herbúðum Crystal Palace þrátt fyrir að liðið hafi fallið í B deild í vor. Johnson, sem var næstmarkahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð skrifaði undir fimm ára samning við Palace í gær. Þar með lýkur vangaveltunum um framtíð hans í bili að minnsta kosti.</div> Sport 13.10.2005 19:37
Liverpool lánar Le Tallec Franski sóknarmaðurinn Anthony Le Tallec sem verið hefur hjá Liverpool í á þriðja ár hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland á árslöngum lánssamningi. Le Tallec er tvítugur og var keyptur til félagsins ásamt Florent Sinama-Pongolle í stjóratíð Gerard Houllier. Sport 13.10.2005 19:37
Leikið við Kólumbíu í ágúst Íslenska landsliðið í knatttspyrnu mætir Kólumbíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 17 ágúst n.k. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mætir Suður Ameríkumönnunum. Sport 13.10.2005 19:37
Chelsea - AC Milan Í gærkvöldi áttust við Chelsea og AC Milan. Didier Drogba kom Chelsea yfir en Portúgalinn snjalli Rui Costa jafnaði metin á 79. mín. Lokastaðan því 1-1. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn útaf um miðjan seinni hálfleik. Sport 13.10.2005 19:36
Góð byrjun hjá Glasgow Rangers Glasgow Rangers byrjuðu vel í skoska fótboltanum í gær. Þeir unnu Livingstone sannfærandi 3-0. Dado Prso skoraði fyrsta markið á 23 mín. Hinn nýi leikmaður Rangers Pierre-FanFan bætti við öðru marki á 53. mín. Það var svo Daninn Peter Lovendkrands sem innsiglaði góðan sigur Rangers manna. Rétt rúmlega 50 þús manns sáu leikinn á Ibrox. Sport 13.10.2005 19:36
Start enn efst í norska boltanum Start frá Noregi sem Jóhannes Harðarson leikur með, er enn efst í norska fótboltanum. Start sigraði Molde 1-0 en Jóhannes var varamaður í leiknum og fékk ekki að spreyta sig. Start er með 33 stig. Sport 13.10.2005 19:36
Owen til United? Michael Owen, leikmaður Real Madrid gæti verið á leiðinni, til Manchester United eftir að Madrídarliðið keyti brasilísku framherjana Baptista og Robinho. Kaupverðið á Owen er talið vera um 12 milljónir punda. Glazer feðgar hafa fulllvissað stjórnarformann United, David Gill að nægt fjármagn sé til staðar til að styrkja liðið. Sport 13.10.2005 19:36
Walter Samuel til Inter Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:36
Start áfram á toppnum Start í Kristiansand sigraði Molde 1-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og heldur þriggja stiga forystu í deildinni. Skagamaðurinn, Jóhannes Harðarson var varamaður í liði Start, en kom ekki við sögu í leiknum. Sport 13.10.2005 19:36