Ástin á götunni

Allir útileikmenn Breiðabliks uppaldir hjá félaginu
Byrjunarlið Breiðabliks þegar liðið heimsótti HK í Kórinn í Bestu deild karla í knattspyrnu vakti mikla athygli. Allir útileikmenn liðsins eru uppaldir hjá félaginu.

Blair-verkefninu lokið í Keflavík
Keflavík og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann mun því ekki spila meira með Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Stefán Ingi á leið til Belgíu
Stefán Ingi Sigurðarson, framherji Breiðabliks og annar af tveimur markahæstu leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu, er á leið til Belgíu.

Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti
Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum.

„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Telma: Fannst ég eiga seinna markið
Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik
Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga
Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn.

Guðni: Þetta var erfiður sigur
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð
FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni.

Besta upphitunin: „Nóg af leikjum eftir og það geta allir tekið stig af öllum“
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.

Fjöldi leikja færður vegna þátttöku U-19 ára landsliðsins á EM
Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM 2023 í sumar. Sökum þess hefur fjöldi leikja í Bestu deild karla og Lengjudeild karla verið færður til. Sjá má leikina hér að neðan.

Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“
Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina.

Erlent lið á höttunum á eftir markahæsta manni Bestu deildarinnar
Ekki er víst að Stefán Ingi Sigurðarson klári tímabilið hér á landi með Íslandsmeisturum Breiðabliks en framherjinn er á óskalista liðs erlendis frá.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit
Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik
Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni.

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað
Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins
Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur.

Fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing
Alberto Sánchez Montilla, leikmaður Kormáks/Hvatar hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Kára í 3. deildinni síðastliðinn sunnudag.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur R. - Keflavík 1-2 | Óvæntur sigur gestanna
Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 5-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn
Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða Tindastóls í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík töpuðu.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-2 | Spútnikliðið getur ekki hætt að vinna
Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Segir FH vilja framherja Lyngby
Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“
Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 1-1 | Tvö töpuð stig hjá báðum liðum
Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið þurftu á sigri að halda og má segja að stig geri lítið fyrir liðin.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 3-1 | Toppliðið aftur á sigurbraut
Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana
HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5.

„Eitt lið á vellinum“
Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn
Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí.