Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur um málið í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við fræðslustýru Samtakanna sjötíu og átta sem segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áform sjávarútvegsráðherra um að leggja fram frumvarp um strandveiðar. Þingmaður segir svæðisskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um morðið á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans í nótt. Við heyrum í Íslendingi sem býr í Japan sem segir þjóðina í áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við ítarlega frá stöðunni í breskum stjórnmálum eftir afsögn Borisar Johnson forsætisráðherra sagði af sér embætti nú skömmu fyrir hádegi. Hann segir að undirbúningur að kjöri á nýjum leiðtoga hefjist í næstu viku. Hann væri stoltur af afrekum ríkisstjórnar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá mannbjörg þegar eldur kom upp í smábáti á Breiðafirði í morgun. Eini skipverjinn kom sér sjálfur í björgunarbát.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verðlag hækkar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um skotárásina í dönsku verslunarmiðstöðinni Field's sem gerð var í gær þar sem þrír létu lífið og fjórir særðust. Við heyrum meðal annars í sendiherra Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingi sem starfar í verslunarmiðstöðinni. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um minnkandi kaupmátt hér á landi en mjög löngu tímabili hækkandi kaupmáttar virðist nú lokið að mati hagfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar höldum við áfram umfjöllun um efnahagsmálin og verðbólguna og ræðum við formann Starfsgreinasambandsins sem segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafund Nato sem nú fer fram í Madríd á Spáni. Tyrkir sættust á það í gær að samþykkja inngöngu Svía og Finna í bandalagið.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kæru sem lögð hefur verið fram á hendur Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mikilvægi þess að fólk velji sér raforkusala en um 700 manna hópur er í hættu á að lokað verði fyrir rafmagnið hjá þeim innan tíðar.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar vörpuðu sprengjum á Kænugarð í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við ræðum við Íslending í borginni sem er langþreyttur á stríðinu. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman á mikilvægum fundi í dag. Við fjöllum um stöðu mála í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir skotárás á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Við ræðum við Íslending búsettan í Osló í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kórónuveirufaraldurinn enn og aftur til umfjöllunar en veiran virðist síður en svo dauð úr öllum æðum og hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað talsvert.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málið sem kom upp í norðurbæ Hafnarfjarðar í gær. Byssumaðurinn hefur nú verið vistaður á viðeigandi stofnun.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um meint brot Eimskips um meðhöndlun úrgangs en rannsóknin, sem varðar förgun á tveimur skipum félagsins er sögð umfangsmikil.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar en hann fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá hrakförum ferjunnar Baldurs, sem varð vélarvana á Breiðafirði fyrr í dag með yfir hundrað farþega um borð. Rætt verður við Ásgrím Ásgrímsson, sem stýrir aðgerðum Landhelgisgæslunnar, í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum gerum við upp þinglokin í nótt og förum yfir hvaða mál voru samþykkt á lokametrum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um Rammaáætlun en þingmenn þriggja minnihlutaflokka ætla í dag að leggja fram breytingartillögu til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en þriðja tilfelli apabólunnar kom upp hér á landi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Eiginkona hans bjargaðist naumlega eftir að hafa skolað út í sömu öldu. Þetta er meðal þess sem er til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við lögfræðing sem er ekki sammála lögreglustjóra um að gæsluvarðhaldsúrræði hér á landi þurfi að auka.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 

Innlent