
Dauðarefsingar

Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár
Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár.

Fresta aftöku einu konunnar sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins
James Hanlon, dómari í Indiana í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að fresta beri aftöku Lisu Montgomery, 52 ára gamallar konu sem var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004.

Aftaka Lisu Montgomery sett aftur á dagskrá
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að aflétta tímabundinni frestun réttaráhrifa dauðadóms yfir hinni 52 ára Lisu Montgomery, einu konunni sem situr á dauðadeild í bandarísku alríkisangelsi.

Íranskur blaðamaður tekinn af lífi
Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum.

Trump brýtur aldargamla hefð og fyrirskipar fimm aftökur
Nú þegar styttist í að Donald Trump forseti Bandaríkjanna yfirgefi Hvíta húsið hefur stjórn hans fyrirskipað aftökur á fimm mönnum sem á að taka af lífi áður en Joe Biden tekur við stjórnartaumunum þann 20. janúar á næsta ári.

Fyrsta aftaka kvenkynsfanga í 67 ár
Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi.

Trump kallar eftir dauðarefsingu
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða.

Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi.

Sádar hætta að taka börn af lífi
Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa afnumið dauðarefsingu fyrir börn.

Metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu
Þrátt fyrir að aftökum vegna dauðarefsingar fari fækkandi í heiminum var metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári en aftökur voru 184 í landinu.