Elon Musk

Fréttamynd

Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa.

Erlent
Fréttamynd

Sagði for­stjóra Disney að fara í rass­gat

Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga.

Viðskipti erlent