
Bárðarbunga

Gasgrímur seldust upp og biðlisti myndaðist
Mikil eftirspurn hefur verið eftir gasgrímum allt frá því eldgosið í Holuhrauni hófst með tilheyrandi gasmengun í byggð fyrir austan og norðan.

Gengu á rauðglóandi hrauni í tæpa viku
„Maður hefur gert margt klikkað um ævina en þetta toppar það allt,“ segir Stefán Gunnar Svavarsson leiðsögumaður.

25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir
„Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

Búast má við gasmengun til norðvesturs af gosstöðvunum
Nýja hraunið á Flæðunum, í Holuhrauni, var orðið 44 ferkílómetrar á laugardag og fer enn stækkandi.

22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt
Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram.

Á sjötta tug skjálfta við Bárðarbungu í dag
Gosvirkni er enn mikil í Holuhrauni og ekkert dregur úr skjálftum við Bárðarbungu.

Búast má við gasmengun austanlands
Gosvirkni í Holuhrauni er svipuð og verið hefur. Þrír skjálftar yfir 3 að stærð síðasta sólarhringinn, sá stærsti í gærkvöldi upp á 5,2.

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu í kvöld
Jarðskjálftavirkni er með svipuðum hætti og undanfarið og gosið í Holuhrauni einnig.

Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring
Stærsta mögulega sprengigosið í Bárðarbungu myndi aldrei standa nema í einn til tvo sólarhringa. Þótt það virðist ólíklegt verður að reikna með því versta, segir eldfjallafræðingur. Fólk á ekki að vera í hættu, enda er fjallið langt frá byggðu bóli.

Skjálfti af stærðinni 5,0 við Bárðarbungu í nótt
Alls mældust 17 jarðskjálftar í Bárðarbungu og langflestir við norðanverðan öskjubarminn.

Ashfall may lead to water shortage
Research has been done in recent years on the ice in northwestern Vatnajökull, and the two largest layers measured 1cm thick in a 100km distance from the glacier. Experts claim this is a considerable amount, comparable to the ashlayers that were seen near Kirkjubæjarklaustur in the Grímsvatn eruption in 2011.

Hraunið komið yfir veginn
Samkvæmt jarðvísindamönnum á vettvangi dregur ekkert úr gosinu og er virknin enn mjög mikil.

Fólk enn að stelast inn á hættusvæði
Sex mál hafa komið á borð lögreglunnar á Húsavík í þessum mánuði vegna umferðar um svæðið.

Gosvirkni enn í fullum gangi
Ekkert lát er á hraunrennslinu og hefur Volcano Discovery vefsíðan reiknað út að rennslið fylli tening, sem er 300 metar á hvern kant, á hverjum sólarhring.

Öskufalli gæti fylgt vatnsskortur
Samræmd viðbragðsáætlun fyrir Austurland vegna jarðhræringa í og við Vatnajökul er í smíðum. Horft er sérstaklega til gasmengunar og öskufalls. Vatnsskortur í kjölfar öskufalls er mikið áhyggjuefni. Mengunarmælanet sem nær til alls landsins er í burðarliðnum.

Stórir jarðskjálftar við Bárðarbungu
Tíu jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu í sjálfvirka kerfinu í nótt og sami fjöldi í ganginum undir norðanverðum Dyngjujökli.

Losar meiri brennistein en öll Evrópa
Eldgosið í Holuhrauni er það gasríkasta á Íslandi í eina til tvær aldir. Talið er að öll lönd Evrópu skili af sér minna magni brennisteins á dag. Hraunið er óvenjulega stórt miðað við hvað gosið hefur staðið stutt.

Hraunflæðið eins og 300 metra fjall á dag
Eldfjallavefurinn Volcano Discovery segir hraunrennsli úr eldgosinu norðan Dyngjujökuls vera undravert.

Vilja hefja gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs goss í Bárðarbungu
Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland.

Fólk í Mývatnssveit haldi sig innandyra
Fólk í Mývatnssveit er hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum vegna hárra mengunargilda af völdum eldgossins í Holuhrauni.

Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur
Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 kílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt að víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma.

Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens
Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni.

Gosbjarmi og norðurljós á Akureyri
Lítilsháttar næturfrost mældist á nokkrum veðurathugunarstöðum á láglendi í nótt, eða á Grímsstöðum á Fjöllum, Brú á Jökuldal og á Staðarhóli, auk nokkurra stöðva á hálendinu.

Engin breyting á jarðhræringum
Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna.

Kótelettufélagið með glaðning á gosvaktina
Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð.

Hraunið heldur áfram að breiða úr sér
Hraunið úr Holuhrauni breiðir nú úr sér bæði til suðausturs og norðausturs þrjá til fimm kílómetra frá gígnum.

Moka glóðheitu hrauninu ofan í pott
Rauðglóandi hraunið rennur stanslaust úr eldstöðinni Holuhrauni en meðal hraunflæðið er á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu.

Hraunið að verða stærra en úr Heklugosinu 1947
"Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Tuttugu jarðskjálftar við Bárðarbungu í nótt
Jarðhræringar eru svipaðar og þær hafa verið síðustu sólarhringa.

Engin merki um að eldgosið sé í rénun
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.