Kristófer verður líklegast ekki með landsliðinu á EM Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. júlí 2015 09:45 Kristófer Acox í einum af leikjum Íslands á Smáþjóðaleikunum. Vísir/getty Kristófer Acox, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður líklegast ekki með liðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Berlín í október. Mun hann líklegast ekki fá leyfi til þess en færi svo að hann yrði með liðinu væri hann ekki með liði sínu í háskólakörfuboltanum í þrjár vikur. Þetta staðfesti Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag, en hann taldi mjög ólíklegt að Furman-háskólinn í Bandaríkjunum væri tilbúinn að sleppa Kristóferi í þrjár vikur. Furman-háskólinn var tilbúinn að leyfa honum að taka þátt í eina viku á meðan riðlakeppninni stæði en íslenska liðið var ekki tilbúið að samþykkja slíka skilmála. Myndi hann missa af öllum undirbúning og æfingarmótum fyrir mót færi svo að hann væri aðeins í viku með liðinu en riðlakeppnin stendur aðeins yfir í fimm daga. Var Kristófer þrátt fyrir það boðaður í æfingarhóp íslenska landsliðsins á dögunum en það virðist vera útilokað að hann verði með þegar keppnin hefst í september. „Það er nánast útilokað að Kristófer verði með okkur á EM held ég miðað við samskipti okkar við skólann hans ytra,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. Kristófer lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum fyrr á árinu þar sem hann sýndi og sannaði hvað hann hefur fram á að færa fyrir liðið. Viðurkenndi hann að hann væri ekki bjartsýnn á að taka þátt á mótinu og að auðvitað væri sárt að missa af því þegar Ísland léki í fyrsta sinn í lokakeppni EM. „Mér finnst ég vera að missa af stóru tækifæri og stórum parti af sögu íslensks körfubolta. Það stingur að geta ekki verið partur af þessum kjarna sem fer til Þýskalands,“ sagði Kristófer á sínum tíma í viðtali við Karfan.is á sínum tíma. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður líklegast ekki með liðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Berlín í október. Mun hann líklegast ekki fá leyfi til þess en færi svo að hann yrði með liðinu væri hann ekki með liði sínu í háskólakörfuboltanum í þrjár vikur. Þetta staðfesti Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag, en hann taldi mjög ólíklegt að Furman-háskólinn í Bandaríkjunum væri tilbúinn að sleppa Kristóferi í þrjár vikur. Furman-háskólinn var tilbúinn að leyfa honum að taka þátt í eina viku á meðan riðlakeppninni stæði en íslenska liðið var ekki tilbúið að samþykkja slíka skilmála. Myndi hann missa af öllum undirbúning og æfingarmótum fyrir mót færi svo að hann væri aðeins í viku með liðinu en riðlakeppnin stendur aðeins yfir í fimm daga. Var Kristófer þrátt fyrir það boðaður í æfingarhóp íslenska landsliðsins á dögunum en það virðist vera útilokað að hann verði með þegar keppnin hefst í september. „Það er nánast útilokað að Kristófer verði með okkur á EM held ég miðað við samskipti okkar við skólann hans ytra,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. Kristófer lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum fyrr á árinu þar sem hann sýndi og sannaði hvað hann hefur fram á að færa fyrir liðið. Viðurkenndi hann að hann væri ekki bjartsýnn á að taka þátt á mótinu og að auðvitað væri sárt að missa af því þegar Ísland léki í fyrsta sinn í lokakeppni EM. „Mér finnst ég vera að missa af stóru tækifæri og stórum parti af sögu íslensks körfubolta. Það stingur að geta ekki verið partur af þessum kjarna sem fer til Þýskalands,“ sagði Kristófer á sínum tíma í viðtali við Karfan.is á sínum tíma.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum