Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2015 21:15 Loftárásir Rússa á Sýrland hófust í dag. Vísir/Getty Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira