„Þetta verður ekki auðvelt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:48 Donald Trump fletti dagblaðinu New York Post í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent