Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 12:30 Heimir vill sjá sína menn leysa pressu Dundalk betur. vísir/pjetur FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira