Dagur Sigurðsson er kominn með þýska handboltalandsliðið í undanúrslit á öðru stórmótinu í röð eftir að Þjóðverjar unnu stórsigur, 34-22, á Katar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.
Þjóðverjar hefndu þarna fyrir tapið gegn Katar á HM í fyrra en Katarar slógu þá Þýskaland út í 8-liða úrslitum á umdeildan hátt.
Þjóðverjar mæta ríkjandi Ólympíumeisturum Frakka í undanúrslitunum á föstudaginn. Frakkland bar sigurorð af Brasilíu í fyrsta leik 8-liða úrslitanna fyrr í dag.
Leikurinn í dag var jafn framan af en þýska liðið sleit sig aðeins frá því katarska um miðbik fyrri hálfleik.
Þjóðverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 16-12, og í seinni hálfleik höfðu þeir svo öll völd á vellinum.
Strákarnir hans Dags skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og gáfu tóninn. Um miðjan seinni hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 25-18, og þegar lokaflautið gall munaði 12 mörkum á liðunum, 34-22.
Uwe Gensheimer, Tobias Reichmann og Fabian Wiede skoruðu fimm mörk hver fyrir þýska liðið sem spilaði mjög heilsteyptan leik í dag. Andreas Wolff var góður í markinu og varði 13 skot (41%).
Rafael Capote var langmarkahæstur í liði Katar með níu mörk.
Strákarnir hans Dags komnir í undanúrslit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn




Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

