Markasúpa í jafntefli Celtic og City | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2016 20:30 David Silva í baráttunni í Skotlandi. vísir/getty Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira