Hann tekur við Fram af Guðmundi Helga Pálssyni sem var látinn fara í gær.
Halldór þekkir vel til hjá Fram. Hann lék með liðinu 2007-12 og þjálfaði svo kvennalið félagsins 2012-14. Undir hans stjórn varð Fram Íslandsmeistari 2013.
Halldór stýrði karlaliði FH 2014-19. Hann gerði FH-inga að bikar- og deildarmeisturum og þá komst liðið tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn undir hans stjórn.
Halldór stýrir Fram í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Val á laugardaginn. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með sjö stig.
Halldór þjálfaði yngri landslið Barein í nokkra mánuði en var látinn fara þaðan í haust. Hann var síðan ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands. Hann starfar einnig við þjálfun yngri landsliða Íslands.