Upp­gjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ó­trú­lega endur­komu í blá­lokin

Arnar Skúli Atlason skrifar
Dedrick Basile var öflugur hjá Tindastól í leiknum í kvöld ekki síst undir lokin,
Dedrick Basile var öflugur hjá Tindastól í leiknum í kvöld ekki síst undir lokin, Vísir/Jón Gautur

Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Leikurinn hófst með með flugeldasýningu frá Tindastól. Arnar Björnsson og Sadio Doucoure voru vel tengdir í upphafi og settu upp þrista sýningu og Tindastóll tók forystuna strax í upphafi og komst í 12-3. Þá kom kafli frá Hilmar Smára Henningsson og Orri Gunnarsson og skoruðu þeir fyrir Stjörnuna og voru að fara mikið í gegnum þá í upphafinu. Stjarnan minnkaði muninn út leikhlutann. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhlutann, 26-22.

Svipað var upp á teningnum í upphafi annars leikhluta. Tindastóll skrefinu á undan en aðeins hægði á sóknarleiknum. Mikið var um pústra á þessum tíma og lítið um hitni. Ægir Þór og Hilmar voru að skora mikið af vítalínunni. En Tindastóll leiddi í hálfleik, 43-42.

Stjörnumenn komu sterkir út í seinni hálfleikinn og Ægir Þór tók á skarið sóknarlega fyrir þá hann var að komast auðveldlega inn í hjartað á vörn Tindastóls. Hann skoraði af vild inn í hjarta varnarinnar og var líka að finna liðsfélaga sína um allan völl.

Sóknarleikurinn hjá Tindastól var mjög staður og voru að taka léleg skot. Hinu megin nýttu Stjarnan sér þetta til fulls og voru að keyra í bakið á þeim og skora auðveldar körfur. Allt í einu leiddu Stjarnan með 11 stigum. Baldur tekur þá Ægi út af og Tindastóll náði að minnka þetta niður í fimm stig áður en leikurinn kláraðist. Stjarnan leiddi fyrir seinasta leikhlutann,69-74.

Í fjórða leikhluta byrjuðu Stjarnan betur og heldur forystunni. Það rann æði á Hilmar Smára og hann svaraði öllu sem Tindastóll gerði. Allt virtist vera að renna til Stjörnunnar þá vöknuðu Tindastóll af dvalanum. Dedrick Basile byrjaði að keyra á körfuna og setti liðið á bakið. Stjarnan samt sem áður skrefi á undan. Þegar lítið lifði leiks leiddi Stjarnan með 5 stigum, 85-90. Tindastóll klárar leikinn með því að skora seinustu átta stig leiksins og sigla þessum leik heim.

Atvikið

Sadio Doucoure blokkar Orra Gunnarsson sem ætlaði að troða þegar 25 sekúndur voru eftir. Tindastóll geystist í sókn og komst yfir 91-90 með þriggja stiga skoti frá Davis Geks í horninu.

Stjörnur

Hjá Tindastól voru Dedrick Basile var frábær og skoraði 25 stig og tók 8 fráköst. Sigtryggur Arnar var með 19 stig og Sadio með 13 stig.

Hjá Stjörnunni var Ægir Þór frábær með 24 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann var gjörsamlega frábær. Hilmar Smári var líka frábær með 28 stig og 9 fráköst, Orri Gunnarsson og Shaquille Rombley voru einnig öflugir fyrir Stjörnuna.

Skúrkar

Hjá Tindastól voru Giannis og Dimitrios Agravanis sem áttu mjög vondan dag í liði Tindastóls og voru báðir bekkjaðir í fjórða leikhluta.

Hjá Stjörnunni hefðu þeir viljað fá meira framlag frá Jase Febres sem átti erfiðan dag. Bjarni Guðmann hefur átt betri mínútur en hann fékk fjórar villur á þeim rúmum tveimur mínútum sem hann spilaði.

Stemning og umgjörð

Þetta var frábært í Síkinu í kvöld. Alvöru umgjörð. Grettismenn og Silfurskeiðin frábærir. Allt eins og það átti að vera.

Dómarar [8]

Sigmundur Herbertsson og félagar höfðu góð tök á leiknum í kvöld. Voru samkvæmir sjálfum sér og það var ekkert út á þá að saka í dag.

Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Pawel Cieslikiewicz

Benedikt: Þeir voru nánast bara andsettir hérna í þessum leik

Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur að leik loknum og var sáttur með að ná að koma til baka og vinna.

„Við sýndum allavega karakter og andlega styrk. Gefumst ekki upp. Fimm stigum undir þegar það eru 40 sekúndur undir. Náum að jafna og lendum síðan aftur undir. Við settum stóru skotin og vítin og Geks með risaþrist sem kemur okkur yfir. Svo náum við lykilstoppum. Þetta var torsótt en það skiptir ekki máli. Við unnum með þremur og erum komnir í 1-0,“ sagði Benedikt.

Tindastóll byrjaði fáránlega vel og setti körfur í upphafi en voru svo að klúðra auðveldum stigum og áttu erfitt með stoppa Stjörnuna.

„Settum hérna þrjá fjóra þrista strax í byrjun. Við vissum að það var ekki að fara að vera þannig allan leikinn. Svo fannst mér við bara vera að hitta illa. Klikkuðum á sniðskotum og vítum. Við vorum í vandræðum með Hilmar og Ægi. Þeir voru nánast bara andsettir hérna í þessum leik. Við náum aldrei tökum á þeim varnarlega. Þessi íþrótt er erfitt að útskýra hvernig hún þróast stundum. En stuðningurinn hérna hafi komið okkur yfir og klárað þetta,“ sagði Benedikt.

Ægir lék vel í kvöld og átti Tindastóll erfitt með að stoppa hann.

„Við þurfum að gera betur þar. Fara vel yfir það. Ef Ægir er að skora mikið og við stoppum hina er ég þokkalega sáttur. En ef hann er að skora mikið og líka að mata hina og búa til færi fyrir hina. Þá þurfum við aðeins að fara ofan í saumana á því. Það gengur ekki. Nú skoðum við þennan leik og eins og gerist í úrslitakeppni það verða alltaf smá áherslubreytingar á milli leikja. Nú förum við vel yfir þennan og lögum það sem við þurfum að gera betur,“ sagði Benedikt.

12 af seinustu 13 sem hafa unnið fyrsta leik hefur orðið meistari. Hvernig undirbúið þið ykkur undir það?

„Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég held að við séum ekkert að pæla í tölfræði. Við erum að hugsa um núna að fara yfir þennan leik. Hvað við þurfum að gera betur og hvað tókst og reyna að verða betri og betri það sem líður á seríuna. Eins og þú veist að ef þú kemst 1-0 yfir eftir 20 mínútur í fótbolta er nóg eftir,“ sagði Benedikt.

Baldur Þór Ragnarsson fer yfir málin með sínum mönnum.Vísir/Guðmundur

Baldur: Hörku helvítisleikur á móti súper liði

Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var súr að ná ekki að stela fyrsta leiknum í Síkinu í kvöld.

„Þetta er bara leiðinlegt. En á sama tíma hörku helvítisleikur á móti súper liði. Ef við gerum ákveðna hluti vel þá trúum við því að við náum í sigur á móti þeim,“ sagði Baldur.

Baldur tekur leikhlé þegar Tindastóll leiða 20-12 til að laga leik sinna manna og skerpa á atriðum.

„Game of runs. Það kemur alltaf run hér og þar og út og suður. Þetta er bara baráttan,“ sagði Baldur.

Þið náið góðri forystu í þriðja leikhluta hvað voru þið að gera vel?

„Við vorum aðallega fá stopp. Þegar við náum stoppum og varnarfráköstum þá erum við hrikalega góðir að hreyfa boltann og boltinn fór ofan í á sama tíma. Strákarnir voru flottir þarna,“ sagði Baldur.

Þú brenndir leikhléi þegar 90 sekúndur voru búnar af 4 leikhluta. Hver var ástæðan fyrir því.

„Ég vildi aðeins laga varnarlega hluti. Sem ég sá strax og það er bara þannig,“ sagði Baldur.

Þið leiðið þegar það eru 45 sekúndur eftir af leiknum. Farðu aðeins með mér í gegnum það.

„Já bara þú veist þetta datt þeirra megin. Basile með einhverja körfu þarna og boltinn datt þarna fyrir framan hendurnar á Geks í horninu sem að fékk opið skot. Svo voru fleiri hlutir í gangi sem að ég reikna með að þið skoðið og menn hljóta að skoða og svo bara áfram gakk,“ sagði Baldur.

Var það röng ákvörðun hjá Orra að fara í eitthvað hetjutroð í stað þess að leggja boltann ofan í ?

„Geggjuð ákvörðun ef hann hefði troðið þessu ofan í körfuna. Hann fer agressífur þú biður um það. Svo bara fer þetta ofan í eða ekki. Veist ekki hvort sniðskotið fari frekar ofan í. Var ekki einhver risastór undir honum. Þannig það fer bara einhvern veginn,“ sagði Baldur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira