Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að nýir tollar Bandaríkjastjórnar þýði að leikreglur í alþjóðaviðskiptum hafi breyst. Stjórnvöld hér á landi verði að aðlaga sig að breyttum veruleika, óvissa sé orðið nýja normið. Það muni taka langan tíma að koma í ljós hvort tollarnir muni skila sér með þeim hætti sem Bandaríkin vonist eftir en til styttri tíma verði þeir sársaukafullir fyrir alþjóðahagkerfið. Viðskipti innlent 6.4.2025 13:21
„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. Viðskipti innlent 6.4.2025 12:24
Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. Viðskipti innlent 6.4.2025 07:07
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent 5.4.2025 23:55
Kristjana til ÍSÍ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót. Viðskipti innlent 4.4.2025 12:30
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. Viðskipti innlent 4.4.2025 11:53
Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Einungis fjórtán prósent fengust upp í samþykktar kröfur í þrotabú Bakarís Jóa Fel. Lýstar kröfur námu 330 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.4.2025 11:10
Kaupmáttur jókst á milli ára Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra. Viðskipti innlent 4.4.2025 09:35
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. Viðskipti innlent 4.4.2025 09:31
Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. Viðskipti innlent 4.4.2025 08:02
„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. Viðskipti innlent 3.4.2025 22:01
ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Viðskipti innlent 3.4.2025 19:50
Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. Viðskipti innlent 3.4.2025 16:31
Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:45
Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:43
Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:28
Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku, með starfsstöð í Brussel og einnig í Reykjavík. Viðskipti innlent 3.4.2025 13:49
Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Viðskipti innlent 3.4.2025 13:24
Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Bílaleigan Hertz hefur tekið yfir rekstur bílaleigumerkjanna Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental á Íslandi. Viðskipti innlent 3.4.2025 11:41
36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. Viðskipti innlent 3.4.2025 11:12
Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Verndartollar á innfluttar vörur sem Bandaríkastjórn kynnti í gær hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og gerir fólk fátækara, að sögn hagfræðings og fjárfestis. Tollar skaði almennt lífskjör almennings. Viðskipti innlent 3.4.2025 10:39
Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu. Viðskipti innlent 3.4.2025 09:35
Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár. Viðskipti innlent 3.4.2025 08:30
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. Viðskipti innlent 2.4.2025 21:58
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Viðskipti innlent 2.4.2025 21:57