Fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41 Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær. Erlent 11.3.2025 17:23 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01 Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11.3.2025 15:40 Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Innlent 11.3.2025 15:19 Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Erlent 11.3.2025 14:50 Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35 Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Innlent 11.3.2025 14:14 Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Innlent 11.3.2025 14:08 Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Maður um sextugt sem kastaðist út í sjó við höfnina á Akranesi í síðustu vikur er kominn á bataveg. Innlent 11.3.2025 13:55 Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab felldu að minnsta kosti sex manns og þar af tvo ættbálkaleiðtoga í bænum Beledweyne í Sómalíu í dag. Fyrstu sprengdi maður sig upp í bíl fyrir utan hótel í bænum og skutu vígamennirnir sér svo leið þar inn. Erlent 11.3.2025 13:39 Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Erlent 11.3.2025 13:02 Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Innlent 11.3.2025 12:32 Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Í hádegisfréttum fjöllum við um þingkosningarnar á Grænlandi sem fram fara í dag. Íslensk-grænlensk kona segir að íbúar í Nuuk geti vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum sem séu út um allt. Innlent 11.3.2025 12:20 Stúlkan er fundin Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar. Innlent 11.3.2025 12:12 Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Vopnaðir menn hófu í morgun skothríð á lest í suðvesturhluta Pakistan og tæplega tvö hundruð manns verið teknir í gíslingu. Hópur aðskilnaðarsinna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Erlent 11.3.2025 11:23 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. Erlent 11.3.2025 10:35 Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar. Erlent 11.3.2025 10:26 Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum. Innlent 11.3.2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. Erlent 11.3.2025 09:02 Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11.3.2025 08:24 Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Innlent 11.3.2025 07:54 Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. Erlent 11.3.2025 07:11 Vestlæg átt leikur um landið Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra. Veður 11.3.2025 07:10 Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Arftaki Dalai Lama mun fæðast utan Kína, í „hinum frjálsa heimi“, segir í nýrri bók andlegs leiðtoga Tíbeta. Í bókinni fjallar hann um samskipti sín við leiðtoga Kína síðustu áratugi. Erlent 11.3.2025 07:03 Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila í gær eftir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur honum. Erlent 11.3.2025 06:32 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 10.3.2025 23:48 Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. Erlent 10.3.2025 23:00 Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. Erlent 10.3.2025 22:30 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 334 ›
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41
Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær. Erlent 11.3.2025 17:23
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11.3.2025 15:40
Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31
Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Innlent 11.3.2025 15:19
Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Erlent 11.3.2025 14:50
Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35
Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Innlent 11.3.2025 14:14
Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Innlent 11.3.2025 14:08
Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Maður um sextugt sem kastaðist út í sjó við höfnina á Akranesi í síðustu vikur er kominn á bataveg. Innlent 11.3.2025 13:55
Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab felldu að minnsta kosti sex manns og þar af tvo ættbálkaleiðtoga í bænum Beledweyne í Sómalíu í dag. Fyrstu sprengdi maður sig upp í bíl fyrir utan hótel í bænum og skutu vígamennirnir sér svo leið þar inn. Erlent 11.3.2025 13:39
Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Erlent 11.3.2025 13:02
Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Innlent 11.3.2025 12:32
Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Í hádegisfréttum fjöllum við um þingkosningarnar á Grænlandi sem fram fara í dag. Íslensk-grænlensk kona segir að íbúar í Nuuk geti vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum sem séu út um allt. Innlent 11.3.2025 12:20
Stúlkan er fundin Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar. Innlent 11.3.2025 12:12
Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Vopnaðir menn hófu í morgun skothríð á lest í suðvesturhluta Pakistan og tæplega tvö hundruð manns verið teknir í gíslingu. Hópur aðskilnaðarsinna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Erlent 11.3.2025 11:23
Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. Erlent 11.3.2025 10:35
Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar. Erlent 11.3.2025 10:26
Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum. Innlent 11.3.2025 09:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. Erlent 11.3.2025 09:02
Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11.3.2025 08:24
Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Innlent 11.3.2025 07:54
Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. Erlent 11.3.2025 07:11
Vestlæg átt leikur um landið Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra. Veður 11.3.2025 07:10
Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Arftaki Dalai Lama mun fæðast utan Kína, í „hinum frjálsa heimi“, segir í nýrri bók andlegs leiðtoga Tíbeta. Í bókinni fjallar hann um samskipti sín við leiðtoga Kína síðustu áratugi. Erlent 11.3.2025 07:03
Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila í gær eftir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur honum. Erlent 11.3.2025 06:32
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 10.3.2025 23:48
Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. Erlent 10.3.2025 23:00
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. Erlent 10.3.2025 22:30