Fréttir

Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufu­nesi og lést skömmu síðar

Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag.

Innlent

Einn grunaður um mann­dráp vegna víta­verðrar van­rækslu

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær.

Erlent

Fimm í haldi vegna rann­sóknar á and­láti

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Innlent

Rúm­mál kviku ekki verið meira frá því gos­hrinan hófst 2023

Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli.

Innlent

Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát

Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum.

Innlent

Gaf rang­lega í skyn að Úkraína bæri á­byrgð á á­rás á X

Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“.

Erlent

Ættbálkaleiðtogar felldir í á­rás al-Shabaab

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab felldu að minnsta kosti sex manns og þar af tvo ættbálkaleiðtoga í bænum Beledweyne í Sómalíu í dag. Fyrstu sprengdi maður sig upp í bíl fyrir utan hótel í bænum og skutu vígamennirnir sér svo leið þar inn.

Erlent

Starfs­menn á tveimur stöðum veikst vegna myglu

Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil.

Innlent

Stúlkan er fundin

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar.

Innlent

Þegar Duterte vonaði að Ís­lendingar frysu í hel

Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar.

Erlent

Lang­hæsti húsafriðunar­styrkurinn til Landa­kots­kirkju

Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum.

Innlent

Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaín­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum.

Innlent

Vest­læg átt leikur um landið

Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra.

Veður

Sögu­legar kosningar í skugga á­sælni Trumps

Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum.

Erlent