„Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2025 12:04 Sigríður telur sig ekki enn hafa fengið svör við spurningunni hvers vegna Ásthildur Lóa þurfti að víkja úr ríkisstjórninni og að þessu sinni fékk Inga að svara, og hún var ekki kát með spurninguna. vísir/samsett Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti. Fyrirspurnartíminn hafði verið tiltölulega rólegur fram til þessa tíma, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafði varist fyrirspurnum fimlega en í síðustu fyrirspurninni vildi Sigríður hins vegar vita nánar um orsakir afsagnar Ásthildar Lóu. Hún sagðist hafa átt orðastað við forsætisráðherra Kristrúnu Frostadóttur í síðasta fyrirspurnartíma, og það hafi verið lítið á því að græða. Kristrún hafi kveinkaði sér, að sögn Sigríðar, undan bæði spurningu og tóni sem hún las í spurningu Sigríðar. Felldi stormurinn í vatnsglasinu ráðherra? En Sigríður taldi Ingu hafa breiðara bak en Kristrúnu og vildi því eiga orðastað við hana um þessa uppsagn og beindi til hennar fyrirspurn: Sigríður hóf mál sitt á að vitna óbeint til orða Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, að hún hafi axlað ábyrgð, en axlað ábyrgð á hverju? Það hlýtur að vera réttmætt að spyrja þegar fyrir liggur að um hafi verið að ræða storm í vatnsglasi: Hvers vegna stóð félagsmálaráðherra ekki með ráðherra sínum? Sér félagsmálaráðherra eftir því að hafa ekki gert það? Hvers vegna feykti stormurinn í vatnsglasinu þessum ráðherra úr embætti? Inga þakkaði fyrirspurnina en það var þungur undirtónn í orðum hennar; hún kvað fast að orði og sú rósemd sem hún hafði ætlað sér að viðhafa vék fljótlega fyrir reiði; henni var augljós raun af fyrirspurn Sigríðar: „Jú, ég stóð algerlega í báðar fætur með háttvirtum þingmanni Ásthildi Lóu Þórsdóttur, virti hundrað prósent hennar vilja, kom til móts við hana, eins og við gerðum öll, af öllu hjarta. Og þegar hún tók ákvörðun að vilja ekki, og það er áður en RÚV biðst afsökunar, en það er vitað að þarna er verið að koma með eitthvað sem í raun enginn vissi hvað raunverulega var, þá leið Ásthildi Lóu þannig að hún vildi treysti sér bara ekki til þess.“ Inga endurtók það sem hún hefur áður sagt, að Ásthildur Lóa vildi ekki „á neinum tímapunkti, að öll þau góðu verk sem hún er búin að vera að setja af stað í mennta- og barnamálaráðuneytinu, og þau góðu verk sem hún vissi að ríkisstjórnin væri að vinna; hún vildi ekki að öll fjölmiðlun og það sem virðist ætla að hanga endalaust hér í sölum alþingis, að hennar persónulegu mál tækju allt sviðið.“ Ábyrgð á hverju axlaði Ásthildur Lóa? Inga sagði Ásthildi Lóu hafa verið frábæran ráðherra og hún kæmi grjóthörð aftur til leiks sem þingmaður. Þá þakkaði hún Sigríði Andersen hinn mikla áhuga sem hún sýndi þessu máli, en hún tæki ekki ákvarðanir fyrir ráðherra í ríkisstjórn þessa lands. Sigríður taldi spurningunni algerlega ósvarað í seinni hluta fyrirspurnar sinnar. Og spurði: Á hverju axlaði hún ábyrgð. „Var þetta ekki bara þannig að ríkisstjórnin sjálf ræddist umfjöllun fjölmiðla en ekki ráðherrann fyrrverandi sem hefur tjáð sig ítarlega um sín mál í fjölmiðlum eftir að hún sagði af sér?“ Sigríður taldi Valkyrjunar hafa fórnað ráðherra sínum til að verjast einhverri hótun. Hún var ekki bara látin taka pokann sinn þessi fyrrverandi samstarfsmaður í ríkisstjórn heldur var hún „kjöldregin í fjölmiðlum um allan heim“. Er þetta til þess fallið að styrkja tiltrú á ríkisstjórninni og dæmi um þessa röggsemi sem þær Valkyrjur segjast hafa að leiðarljósi í sínum störfum? Neikvætt og niðurlægjandi fyrir Sigríði Inga þakkaði þingmanni en með semingi: „Axla ábyrgð á hverju? Ég er að verða ekki bara orðlaus heldur hálf hauslaus á þeim áhuga sem þingmaður hefur á þessu dapara máli. Engu líkara en hún hafi setið þann fund, þegar við vorum að haldast í hendur og vissum ekki í rauninni hvað koma skal. Ég veit það ekki. Hún er kannski með einhverja spæjarstarfsemi þarna inni í fundarherberginu þar sem við vorum og getur kannski upplýst okkur um hvað raunverulega fór þar fram.“ Og Inga hélt ótrauð áfram: „En, ég verð að segja það, mér finnst það frekar neikvætt og niðurlægjandi fyrir viðkomandi að koma hér með sleggjudóma um eitthvað sem hefði og var og hugsanlega var sagt því ég held að þingmaður hafi bara ekki hugmynd um það.“ Við svo búið strunsaði Inga úr ræðupúltinu. „Svaraðu því þá bara,“ gall þá við úr sal. Inga snerist á hæli en fór svo í sæti sitt aftur og lauk þar með fyrirspurnatíma þingsins. Alþingi Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul. 27. mars 2025 15:03 Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. 24. mars 2025 15:12 Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Fyrirspurnartíminn hafði verið tiltölulega rólegur fram til þessa tíma, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafði varist fyrirspurnum fimlega en í síðustu fyrirspurninni vildi Sigríður hins vegar vita nánar um orsakir afsagnar Ásthildar Lóu. Hún sagðist hafa átt orðastað við forsætisráðherra Kristrúnu Frostadóttur í síðasta fyrirspurnartíma, og það hafi verið lítið á því að græða. Kristrún hafi kveinkaði sér, að sögn Sigríðar, undan bæði spurningu og tóni sem hún las í spurningu Sigríðar. Felldi stormurinn í vatnsglasinu ráðherra? En Sigríður taldi Ingu hafa breiðara bak en Kristrúnu og vildi því eiga orðastað við hana um þessa uppsagn og beindi til hennar fyrirspurn: Sigríður hóf mál sitt á að vitna óbeint til orða Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, að hún hafi axlað ábyrgð, en axlað ábyrgð á hverju? Það hlýtur að vera réttmætt að spyrja þegar fyrir liggur að um hafi verið að ræða storm í vatnsglasi: Hvers vegna stóð félagsmálaráðherra ekki með ráðherra sínum? Sér félagsmálaráðherra eftir því að hafa ekki gert það? Hvers vegna feykti stormurinn í vatnsglasinu þessum ráðherra úr embætti? Inga þakkaði fyrirspurnina en það var þungur undirtónn í orðum hennar; hún kvað fast að orði og sú rósemd sem hún hafði ætlað sér að viðhafa vék fljótlega fyrir reiði; henni var augljós raun af fyrirspurn Sigríðar: „Jú, ég stóð algerlega í báðar fætur með háttvirtum þingmanni Ásthildi Lóu Þórsdóttur, virti hundrað prósent hennar vilja, kom til móts við hana, eins og við gerðum öll, af öllu hjarta. Og þegar hún tók ákvörðun að vilja ekki, og það er áður en RÚV biðst afsökunar, en það er vitað að þarna er verið að koma með eitthvað sem í raun enginn vissi hvað raunverulega var, þá leið Ásthildi Lóu þannig að hún vildi treysti sér bara ekki til þess.“ Inga endurtók það sem hún hefur áður sagt, að Ásthildur Lóa vildi ekki „á neinum tímapunkti, að öll þau góðu verk sem hún er búin að vera að setja af stað í mennta- og barnamálaráðuneytinu, og þau góðu verk sem hún vissi að ríkisstjórnin væri að vinna; hún vildi ekki að öll fjölmiðlun og það sem virðist ætla að hanga endalaust hér í sölum alþingis, að hennar persónulegu mál tækju allt sviðið.“ Ábyrgð á hverju axlaði Ásthildur Lóa? Inga sagði Ásthildi Lóu hafa verið frábæran ráðherra og hún kæmi grjóthörð aftur til leiks sem þingmaður. Þá þakkaði hún Sigríði Andersen hinn mikla áhuga sem hún sýndi þessu máli, en hún tæki ekki ákvarðanir fyrir ráðherra í ríkisstjórn þessa lands. Sigríður taldi spurningunni algerlega ósvarað í seinni hluta fyrirspurnar sinnar. Og spurði: Á hverju axlaði hún ábyrgð. „Var þetta ekki bara þannig að ríkisstjórnin sjálf ræddist umfjöllun fjölmiðla en ekki ráðherrann fyrrverandi sem hefur tjáð sig ítarlega um sín mál í fjölmiðlum eftir að hún sagði af sér?“ Sigríður taldi Valkyrjunar hafa fórnað ráðherra sínum til að verjast einhverri hótun. Hún var ekki bara látin taka pokann sinn þessi fyrrverandi samstarfsmaður í ríkisstjórn heldur var hún „kjöldregin í fjölmiðlum um allan heim“. Er þetta til þess fallið að styrkja tiltrú á ríkisstjórninni og dæmi um þessa röggsemi sem þær Valkyrjur segjast hafa að leiðarljósi í sínum störfum? Neikvætt og niðurlægjandi fyrir Sigríði Inga þakkaði þingmanni en með semingi: „Axla ábyrgð á hverju? Ég er að verða ekki bara orðlaus heldur hálf hauslaus á þeim áhuga sem þingmaður hefur á þessu dapara máli. Engu líkara en hún hafi setið þann fund, þegar við vorum að haldast í hendur og vissum ekki í rauninni hvað koma skal. Ég veit það ekki. Hún er kannski með einhverja spæjarstarfsemi þarna inni í fundarherberginu þar sem við vorum og getur kannski upplýst okkur um hvað raunverulega fór þar fram.“ Og Inga hélt ótrauð áfram: „En, ég verð að segja það, mér finnst það frekar neikvætt og niðurlægjandi fyrir viðkomandi að koma hér með sleggjudóma um eitthvað sem hefði og var og hugsanlega var sagt því ég held að þingmaður hafi bara ekki hugmynd um það.“ Við svo búið strunsaði Inga úr ræðupúltinu. „Svaraðu því þá bara,“ gall þá við úr sal. Inga snerist á hæli en fór svo í sæti sitt aftur og lauk þar með fyrirspurnatíma þingsins.
Alþingi Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul. 27. mars 2025 15:03 Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. 24. mars 2025 15:12 Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul. 27. mars 2025 15:03
Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. 24. mars 2025 15:12
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43