Fréttir

Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu

Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins.

Innlent

Eld­gosið séð úr lofti

Þyrlu Landhelgisgæslunnar er nú flogið yfir Grindavík og nágrenni, þar sem eldgos hófst í morgun. Beina útsendingu úr þyrlunni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Innlent

Vonast til að hefja störf í Grinda­vík strax á morgun

Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss.

Innlent

Sterkari merki en fyrir síðustu eld­gos

Veðurstofan segir að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun.

Innlent

Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri

Bláa lónið hefur verið rýmt og allir gestir þess á leið á önnur hótel eins og stendur. Gestir og starfsfólk í Bláa lóninu voru um 200 manns þegar að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröð á Reykjanesskaga snemma í morgun en um 40 mínútur tók að rýma hótelið og önnur athafnasvæði Bláa lónsins.

Innlent

Vaktin: Eld­gos hafið nærri Grinda­vík

Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent

Þreyttur á á­reiti og selur Tesluna fyrir slikk

Sveinn Waage framkvæmdastjóri hefur sett Tesluna sína á sölu. Hann segist langþreyttur á því áreiti sem fylgi því að eiga slíkan bíl. Hann vill losna við fararskjótann sem fyrst og slær því vel af verðinu. Hann sér frið og ró sem því fylgi í hillingum.

Innlent

Lýsa yfir viku­langri þjóðar­sorg

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir.

Erlent

Tók upp hníf eftir úti­stöður við mann á hóteli

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann með hníf á hóteli í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í útistöðum við annan mann þegar hann tók upp hníf og ógnaði með honum. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn á vettvangi og fluttur í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Innlent

Síður með of­beldi barna spretti upp eins og gor­kúlur

Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir.

Innlent

Orkuveitan vill reisa fimm­tán vind­myllur

Orkuveitan hyggst byggja vindorkugarð við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir fimmtán vindmyllum í vindorkugarðinum en þarf samt sem áður fyrst ýmis leyfi og ljúka þarf lögbundnu ferli.

Innlent

Færri á­nægðir með Trump og efna­hags­málin

Tæpur helmingur Bandarískra kjósenda telja Donald Trump, forseta, vera á réttri leið þegar kemur að málefnum innflytjenda. Færri eru þó á þeim buxunum þegar kemur að meðhöndlun forsetans á hagkerfi Bandaríkjanna og milliríkjaviðskiptum.

Erlent

Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í ein­hverjum til­vikum

Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina

Innlent

Taka fyrir af­nám réttinda grásleppusjómanna

Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni.

Innlent

Fyrstu hundrað dagar ríkis­stjórnarinnar og gervigreindaræði

Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum.

Innlent

Efling ungmennastarfs í Breið­holti meðal að­gerða

Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Innlent

„Hér er verið að saka fólk um al­var­lega þætti“

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar.

Innlent

Bana­slys á Suður­lands­vegi eftir grjót­hrun

Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Innlent

Skipar stýrihóp um á­fengis- og vímu­efna­með­ferð

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur.

Innlent