Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. Innlent 24.3.2025 21:45 Stefna á að loka skólanum á næsta ári Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum. Innlent 24.3.2025 20:53 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Innlent 24.3.2025 19:36 Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.3.2025 18:14 Verkfræðingar felldu samning Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars. Innlent 24.3.2025 17:04 „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. Innlent 24.3.2025 16:55 Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Innlent 24.3.2025 15:43 Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. Innlent 24.3.2025 15:12 Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Innlent 24.3.2025 14:23 MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum. Innlent 24.3.2025 14:23 Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. Innlent 24.3.2025 14:14 Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs. Innlent 24.3.2025 13:57 Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi. Innlent 24.3.2025 13:00 Hratt vaxandi skjálftavirkni Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. Innlent 24.3.2025 12:52 Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín. Innlent 24.3.2025 12:47 Trén fallin Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella. Innlent 24.3.2025 12:18 Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaga en þar fer skjálftavirknin hratt vaxandi. Innlent 24.3.2025 11:39 Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra á dögunum. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar, en þar er greint frá mörgum alvarlegum málum sem komu upp í umdæminu. Innlent 24.3.2025 11:30 Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Innlent 24.3.2025 11:08 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Innlent 24.3.2025 11:07 Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Innlent 24.3.2025 10:38 Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 24.3.2025 09:13 Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Innlent 24.3.2025 08:37 Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Innlent 24.3.2025 00:08 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. Innlent 23.3.2025 22:40 Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Innlent 23.3.2025 21:01 Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Innlent 23.3.2025 20:51 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína. Innlent 23.3.2025 20:05 Leit ekki borið árangur Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri. Innlent 23.3.2025 19:49 Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum í dag tölvupóstasamskipti ráðuneytisins og Ólafar Björnsdóttur og tímalínu um viðbrögð sín. Þar kemur fram að Ólöfu hafi aldrei verið heitið trúnaði, öfugt við það sem Ólöf hefur sjálf sagt. Aðstoðarmaður Kristrúnar sendi aðstoðarmanni Ásthildar skjáskot af fundarbeiðni Ólafar sem innihélt símanúmer og heimilisfang hennar. Innlent 23.3.2025 18:33 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. Innlent 24.3.2025 21:45
Stefna á að loka skólanum á næsta ári Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum. Innlent 24.3.2025 20:53
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Innlent 24.3.2025 19:36
Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.3.2025 18:14
Verkfræðingar felldu samning Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars. Innlent 24.3.2025 17:04
„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. Innlent 24.3.2025 16:55
Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Innlent 24.3.2025 15:43
Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. Innlent 24.3.2025 15:12
Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Innlent 24.3.2025 14:23
MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum. Innlent 24.3.2025 14:23
Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. Innlent 24.3.2025 14:14
Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs. Innlent 24.3.2025 13:57
Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi. Innlent 24.3.2025 13:00
Hratt vaxandi skjálftavirkni Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. Innlent 24.3.2025 12:52
Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín. Innlent 24.3.2025 12:47
Trén fallin Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella. Innlent 24.3.2025 12:18
Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaga en þar fer skjálftavirknin hratt vaxandi. Innlent 24.3.2025 11:39
Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra á dögunum. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar, en þar er greint frá mörgum alvarlegum málum sem komu upp í umdæminu. Innlent 24.3.2025 11:30
Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Innlent 24.3.2025 11:08
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Innlent 24.3.2025 11:07
Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Innlent 24.3.2025 10:38
Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 24.3.2025 09:13
Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Innlent 24.3.2025 08:37
Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Innlent 24.3.2025 00:08
Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. Innlent 23.3.2025 22:40
Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Innlent 23.3.2025 21:01
Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Innlent 23.3.2025 20:51
14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína. Innlent 23.3.2025 20:05
Leit ekki borið árangur Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri. Innlent 23.3.2025 19:49
Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum í dag tölvupóstasamskipti ráðuneytisins og Ólafar Björnsdóttur og tímalínu um viðbrögð sín. Þar kemur fram að Ólöfu hafi aldrei verið heitið trúnaði, öfugt við það sem Ólöf hefur sjálf sagt. Aðstoðarmaður Kristrúnar sendi aðstoðarmanni Ásthildar skjáskot af fundarbeiðni Ólafar sem innihélt símanúmer og heimilisfang hennar. Innlent 23.3.2025 18:33