Innlent Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Guðmundur Ingi Kristinsson tók við sem mennta- og barnamálaráðherra síðdegis í dag af Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Guðmundur Ingi segist reiðubúinn til að takast á við verkefnin í ráðuneytinu þó hann vildi að aðstæðurnar væru öðruvísi. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 23.3.2025 18:11 Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Svo virðist sem skjálftavirkni við Sundhnúka fari hratt vaxandi. Ellefu skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, og hafa þeir stærstu verið á bilinu 1 - 1,2 að stærð. Innlent 23.3.2025 17:07 Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það ekki hafa verið af gleðilegu tilefni sem hún væri mætt á ríkisráðsfund. Hún kveðst ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni undanfarna mánuði. Innlent 23.3.2025 16:35 „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni. Innlent 23.3.2025 15:54 Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Innlent 23.3.2025 15:53 Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar. Innlent 23.3.2025 14:43 Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. Innlent 23.3.2025 14:05 Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Innlent 23.3.2025 14:04 Vilja breyta lögum um ökuskírteini Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri. Innlent 23.3.2025 13:49 Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Innlent 23.3.2025 12:55 Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. Innlent 23.3.2025 12:49 „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31 Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir. Innlent 23.3.2025 12:24 Búið að slökkva eldinn Búið er að slökkva eld sem kom upp á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Innlent 23.3.2025 12:15 Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Guðmundur Ingi Kristinsson er sagður taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi klukkan 15:15. Farið verður yfir stöðuna með stjórnmálafræðingi í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Innlent 23.3.2025 11:47 Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. Innlent 23.3.2025 11:36 Guðmundur sagður taka við keflinu Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem barna- og menntamálaráðherra. Innlent 23.3.2025 11:12 Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 23.3.2025 09:58 Leita áfram við Kirkjusand Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.3.2025 09:44 Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins. Innlent 23.3.2025 09:21 Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Annasamasta ár Hæstaréttar frá breytingu á dómstólakerfinu var í fyrra. Forseti réttarins segir nóg að gera og af og frá að dómarar við réttinn séu of margir. Þó segist hann ekki gera athugasemdir við afnám handhafalauna og sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Innlent 23.3.2025 09:00 Tvær konur slógust í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af tveimur konum. Þær munu hafa verið í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Innlent 23.3.2025 07:28 „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig. Innlent 23.3.2025 00:23 Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Innlent 22.3.2025 22:03 Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Stjórnsýslufræðingur segir ekkert athugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan geti ekki borið ábyrgð á tilfinningum fólks. Innlent 22.3.2025 21:32 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Innlent 22.3.2025 19:43 Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin laugardaginn 15. mars síðastliðinn í brakandi blíðu og logni við Þursaborg á Langjökli. Um 400 manns skráðu sig í ferðina, flestir frá höfuðborgarsvæðinu en stórir hópar frá Norður- og Suðurlandi og víðar að líka. Innlent 22.3.2025 19:03 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Innlent 22.3.2025 19:01 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. Innlent 22.3.2025 18:34 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.3.2025 18:10 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Guðmundur Ingi Kristinsson tók við sem mennta- og barnamálaráðherra síðdegis í dag af Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Guðmundur Ingi segist reiðubúinn til að takast á við verkefnin í ráðuneytinu þó hann vildi að aðstæðurnar væru öðruvísi. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 23.3.2025 18:11
Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Svo virðist sem skjálftavirkni við Sundhnúka fari hratt vaxandi. Ellefu skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, og hafa þeir stærstu verið á bilinu 1 - 1,2 að stærð. Innlent 23.3.2025 17:07
Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það ekki hafa verið af gleðilegu tilefni sem hún væri mætt á ríkisráðsfund. Hún kveðst ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni undanfarna mánuði. Innlent 23.3.2025 16:35
„Leitt að þetta skuli bera svona að“ Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni. Innlent 23.3.2025 15:54
Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Innlent 23.3.2025 15:53
Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar. Innlent 23.3.2025 14:43
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. Innlent 23.3.2025 14:05
Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Innlent 23.3.2025 14:04
Vilja breyta lögum um ökuskírteini Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri. Innlent 23.3.2025 13:49
Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Innlent 23.3.2025 12:55
Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. Innlent 23.3.2025 12:49
„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31
Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir. Innlent 23.3.2025 12:24
Búið að slökkva eldinn Búið er að slökkva eld sem kom upp á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Innlent 23.3.2025 12:15
Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Guðmundur Ingi Kristinsson er sagður taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi klukkan 15:15. Farið verður yfir stöðuna með stjórnmálafræðingi í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Innlent 23.3.2025 11:47
Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. Innlent 23.3.2025 11:36
Guðmundur sagður taka við keflinu Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem barna- og menntamálaráðherra. Innlent 23.3.2025 11:12
Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 23.3.2025 09:58
Leita áfram við Kirkjusand Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.3.2025 09:44
Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins. Innlent 23.3.2025 09:21
Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Annasamasta ár Hæstaréttar frá breytingu á dómstólakerfinu var í fyrra. Forseti réttarins segir nóg að gera og af og frá að dómarar við réttinn séu of margir. Þó segist hann ekki gera athugasemdir við afnám handhafalauna og sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Innlent 23.3.2025 09:00
Tvær konur slógust í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af tveimur konum. Þær munu hafa verið í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Innlent 23.3.2025 07:28
„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig. Innlent 23.3.2025 00:23
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Innlent 22.3.2025 22:03
Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Stjórnsýslufræðingur segir ekkert athugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan geti ekki borið ábyrgð á tilfinningum fólks. Innlent 22.3.2025 21:32
„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Innlent 22.3.2025 19:43
Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin laugardaginn 15. mars síðastliðinn í brakandi blíðu og logni við Þursaborg á Langjökli. Um 400 manns skráðu sig í ferðina, flestir frá höfuðborgarsvæðinu en stórir hópar frá Norður- og Suðurlandi og víðar að líka. Innlent 22.3.2025 19:03
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Innlent 22.3.2025 19:01
Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. Innlent 22.3.2025 18:34
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.3.2025 18:10