Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Forseta- og konungshjónin í dag við hesthús konungshallarinnar. Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Karl Gústaf konungur og Silvía drottning. Vísir/EPA Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira. Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið. Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið.
Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09