Erlent Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Erlent 22.3.2025 21:24 Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. Erlent 22.3.2025 17:35 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. Erlent 22.3.2025 14:30 Heathrow aftur starfandi eftir brunann Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum. Erlent 22.3.2025 11:37 Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök. Erlent 21.3.2025 18:02 Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. Erlent 21.3.2025 16:02 Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Erlent 21.3.2025 14:29 Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Erlent 21.3.2025 13:00 Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði. Erlent 21.3.2025 10:34 Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Spænska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp sem miðar að því að draga úr matarsóun í landinu, sem er talin nema um 1,2 milljörðum kílóa á ári. Erlent 21.3.2025 07:51 Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að leggja niður menntamálaráðuneyti landsins. Forsetinn sagði tímabært að færa ríkjunum aftur nemendurna. Erlent 21.3.2025 07:13 Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Heathrow-flugvelli hefur verið lokað í kjölfar þess að eldur kom upp í rafstöð í vesturhluta Lundúna. Völlurinn verður lokaður fram til miðnættis en lokunin er sögð munu hafa áhrif á flugumferð um allan heim. Erlent 21.3.2025 06:19 Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð liggja yfir áætlunum um að láta herinn taka yfir afmarkað svæði við landamærin í Nýju-Mexíkó. Erlent 20.3.2025 12:53 Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Erlent 20.3.2025 10:05 Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Ísraelsher hefur hafið „afmarkaða“ aðgerð á Gasa til að taka aftur Netzarim-mörkin, sem skipta svæðinu í tvennt. Fleiri en 400 létust í loftárásum Ísraela á mánudag, þar af 183 börn og 94 konur, að sögn Hamas. Erlent 20.3.2025 06:45 Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Erlent 19.3.2025 23:29 Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. Erlent 19.3.2025 22:34 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. Erlent 19.3.2025 13:01 Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Lögregla á Tyrklandi handtók í gær Ekrem Imamoğlu, borgarstjóra Istanbul, vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu og tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Erlent 19.3.2025 12:26 Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Erlent 19.3.2025 10:08 Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Ungverska þingið hefur bannað alla Pride viðburði í landinu og heimilað yfirvöldm að notast við andlitsgreiningarbúnað til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn banninu. Erlent 19.3.2025 08:44 Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Geimfararnir Suni Williams og Butch Wilmore lentu örugglega undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í nótt, eftir níu mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Erlent 19.3.2025 07:48 Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Erlent 19.3.2025 06:58 „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Umheimurinn þarf að sjá eyðilegginguna og horfast í augu við þær hörmungar sem blasa við vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þetta segir varaborgarstjóri í Poltava þar sem íbúar hafa ekki farið varhluta af árásum Rússa. Íbúar glíma daglega við afleiðingar mannskæðra árása sem gerðar hafa verið á íbúabyggð í borginni síðan stríðið hófst. Erlent 19.3.2025 06:47 Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin. Erlent 18.3.2025 23:58 Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Erlent 18.3.2025 23:31 Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé. Erlent 18.3.2025 17:24 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. Erlent 18.3.2025 16:12 Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 18.3.2025 14:38 Söguleg árás dróna og róbóta Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum. Erlent 18.3.2025 13:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Erlent 22.3.2025 21:24
Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. Erlent 22.3.2025 17:35
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. Erlent 22.3.2025 14:30
Heathrow aftur starfandi eftir brunann Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum. Erlent 22.3.2025 11:37
Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök. Erlent 21.3.2025 18:02
Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. Erlent 21.3.2025 16:02
Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Erlent 21.3.2025 14:29
Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Erlent 21.3.2025 13:00
Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði. Erlent 21.3.2025 10:34
Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Spænska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp sem miðar að því að draga úr matarsóun í landinu, sem er talin nema um 1,2 milljörðum kílóa á ári. Erlent 21.3.2025 07:51
Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að leggja niður menntamálaráðuneyti landsins. Forsetinn sagði tímabært að færa ríkjunum aftur nemendurna. Erlent 21.3.2025 07:13
Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Heathrow-flugvelli hefur verið lokað í kjölfar þess að eldur kom upp í rafstöð í vesturhluta Lundúna. Völlurinn verður lokaður fram til miðnættis en lokunin er sögð munu hafa áhrif á flugumferð um allan heim. Erlent 21.3.2025 06:19
Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð liggja yfir áætlunum um að láta herinn taka yfir afmarkað svæði við landamærin í Nýju-Mexíkó. Erlent 20.3.2025 12:53
Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Erlent 20.3.2025 10:05
Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Ísraelsher hefur hafið „afmarkaða“ aðgerð á Gasa til að taka aftur Netzarim-mörkin, sem skipta svæðinu í tvennt. Fleiri en 400 létust í loftárásum Ísraela á mánudag, þar af 183 börn og 94 konur, að sögn Hamas. Erlent 20.3.2025 06:45
Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Erlent 19.3.2025 23:29
Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. Erlent 19.3.2025 22:34
Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. Erlent 19.3.2025 13:01
Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Lögregla á Tyrklandi handtók í gær Ekrem Imamoğlu, borgarstjóra Istanbul, vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu og tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Erlent 19.3.2025 12:26
Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Erlent 19.3.2025 10:08
Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Ungverska þingið hefur bannað alla Pride viðburði í landinu og heimilað yfirvöldm að notast við andlitsgreiningarbúnað til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn banninu. Erlent 19.3.2025 08:44
Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Geimfararnir Suni Williams og Butch Wilmore lentu örugglega undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í nótt, eftir níu mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Erlent 19.3.2025 07:48
Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Erlent 19.3.2025 06:58
„Þetta er ekki bara okkar stríð“ Umheimurinn þarf að sjá eyðilegginguna og horfast í augu við þær hörmungar sem blasa við vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þetta segir varaborgarstjóri í Poltava þar sem íbúar hafa ekki farið varhluta af árásum Rússa. Íbúar glíma daglega við afleiðingar mannskæðra árása sem gerðar hafa verið á íbúabyggð í borginni síðan stríðið hófst. Erlent 19.3.2025 06:47
Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin. Erlent 18.3.2025 23:58
Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Erlent 18.3.2025 23:31
Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé. Erlent 18.3.2025 17:24
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. Erlent 18.3.2025 16:12
Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 18.3.2025 14:38
Söguleg árás dróna og róbóta Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum. Erlent 18.3.2025 13:35