Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mark­vörðurinn mætti of seint í leikinn

Liðsfélagi íslenska knattspyrnumannsins Hilmis Rafns Mikaelssonar í Viking missti sæti sitt í byrjunarliðinu á afar klaufalegan hátt þegar liðið mætti Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódis Perla spöruð á bekknum

Glódís Perla Viggósdóttir sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bayern München vann nauman útisigur á næst neðsta liði deildarinnar í þýsku Bundesligunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“

Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane fékk loksins að syngja sigurlagið

Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vantar hjarta og bar­áttu í mína menn“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lille bjargaði mikil­vægu stigi

Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hörður í hóp eftir tæp­lega tveggja ára meiðsli

Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti