„Veturinn eins og best verður á kosið“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Afturelding geti spjarað sig vel á sínu fyrsta tímabili í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 25.3.2025 11:01
„Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Sérfræðingur Stöðvar 2 Sports Albert Brynjar Ingason segir að ferill nýráðins landsliðsþjálfara fari illa af stað og að hann þurfi núna að læra hratt. Fótbolti 25.3.2025 10:32
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 25.3.2025 10:00
Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Ingvar Jónsson hefur skrifað undir samningsframlengingu við Víking út tímabilið 2026. Ingvar hefur verið leikmaður Víkings síðan 2020 og er að sögn Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála, besti markmaður Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 24.3.2025 22:31
Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands England vann 3-0 gegn Lettlandi í undankeppni HM. Reece James mætti aftur í landsliðið og skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, Harry Kane og Eberechi Eze bættu svo við í seinni hálfleik. Fótbolti 24.3.2025 19:16
Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag. Íslenski boltinn 24.3.2025 20:19
Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á. Fótbolti 24.3.2025 18:31
„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar. Enski boltinn 24.3.2025 18:03
Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Fótbolti 24.3.2025 15:45
Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Crystal Palace hefur fengið frábærar fréttir því framherjinn Jean-Philippe Mateta verður með í bikarleiknum við Fulham á laugardag, þrátt fyrir fólskulega sparkið sem hann fékk í andlitið í leik við Millwall 1. mars. Enski boltinn 24.3.2025 15:00
LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. Íslenski boltinn 24.3.2025 13:30
Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho hefur verið á láni hjá Chelsea frá Man. Utd í vetur og það mun kosta sitt ef félagið sleppir því að kaupa hann í sumar. Enski boltinn 24.3.2025 12:46
Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Strákarnir í 4. flokki Selfoss í fótbolta tóku sig til og söfnuðu peningum til styrktar jafnaldra sínum í HK, Tómasi Frey Guðjónssyni, sem glímir við krabbamein. Íslenski boltinn 24.3.2025 12:01
Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Fótbolti 24.3.2025 11:30
„Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, á von á erfiðu tímabili hjá ÍBV, nýliðunum í Bestu deild karla, og telur líklegt að þeir falli strax aftur niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 24.3.2025 11:02
Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Fótbolti 24.3.2025 10:31
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 24.3.2025 10:00
Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld. Fótbolti 24.3.2025 08:31
Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar framkvæmdastjórans fyrir landsleikjahlé var Thiago Motta vikið frá störfum í gær eftir aðeins níu mánuði sem þjálfari Juventus á Ítalíu. Igor Tudor tekur við af honum og stýrir liðinu út tímabilið. Fótbolti 24.3.2025 08:01
Frakkland verður með Íslandi í riðli Frakkland verður með Íslandi í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026. Það varð ljóst eftir sigur liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu, í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 23.3.2025 19:16
Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. Fótbolti 23.3.2025 22:16
Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA. Íslenski boltinn 23.3.2025 21:07
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. Fótbolti 23.3.2025 19:48
„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Fótbolti 23.3.2025 19:47