
Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“
Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring.