Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. Erlent 18.3.2025 06:28 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. Erlent 17.3.2025 23:08 Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Unglingspiltur er alvarlega særður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins. Erlent 17.3.2025 21:42 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Erlent 17.3.2025 13:32 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Erlent 17.3.2025 12:46 Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Erlent 17.3.2025 10:26 Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Erlent 17.3.2025 09:02 Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Fjölskyldur á Bretlandseyjum kalla eftir því að yfirvöld beiti sér fyrir lokun vefsíðu þar sem finna má myndskeið af því þegar ástvinir þeirra voru myrtir eða létust af slysförum. Erlent 17.3.2025 07:29 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. Erlent 17.3.2025 06:34 Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir hvirfilbyli og ofsaveðurs í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í gildi í þremur ríkjum og hundruð þúsunda án rafmangs. Erlent 16.3.2025 23:49 Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 16.3.2025 22:14 Fimmtán í haldi vegna brunans Að minnsta kosti 59 eru látnir eftir eldsvoða á skemmtistað í Norður-Makedóníu og um 155 slasaðir. Yfirvöld í landinu hafa lýst yfir sjö daga sorgartímabili. Innviðaráðherra segir málið tengjast spillingu en fimmtán manns eru í haldi lögreglu. Erlent 16.3.2025 20:16 Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður. Erlent 16.3.2025 16:17 „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi. Erlent 16.3.2025 15:11 Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Erlent 16.3.2025 14:35 Kveikti í konu í lest Eldfimum vökva var hellt yfir konu um borð í lest í austurhluta Þýskalands í dag og kveikt í henni. Farþegar stöðvuðu lestina og við það hljóp árásarmaðurinn á brott og hefur hann ekki fundist. Erlent 16.3.2025 13:09 „Þessi á drapst á einni nóttu“ Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Erlent 16.3.2025 11:41 Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Þrátt fyrir að börn leikarans Gene Hackman séu ekki nefnd í erfðaskrá hans er útlit fyrir að þau muni fá um áttatíu milljóna dala eigur hans. Erlent 16.3.2025 09:48 Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Að minnsta kosti 51 lét lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði. Erlent 16.3.2025 08:43 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. Erlent 16.3.2025 07:44 Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Erlent 15.3.2025 18:22 „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Erlent 15.3.2025 16:28 Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Erlent 15.3.2025 14:38 Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést. Erlent 15.3.2025 11:54 Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. Erlent 15.3.2025 11:24 Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15.3.2025 09:59 Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Erlent 15.3.2025 08:50 Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Erlent 15.3.2025 07:47 Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Erlent 14.3.2025 16:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. Erlent 14.3.2025 15:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. Erlent 18.3.2025 06:28
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. Erlent 17.3.2025 23:08
Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Unglingspiltur er alvarlega særður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins. Erlent 17.3.2025 21:42
Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Erlent 17.3.2025 13:32
Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Erlent 17.3.2025 12:46
Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Erlent 17.3.2025 10:26
Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Erlent 17.3.2025 09:02
Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Fjölskyldur á Bretlandseyjum kalla eftir því að yfirvöld beiti sér fyrir lokun vefsíðu þar sem finna má myndskeið af því þegar ástvinir þeirra voru myrtir eða létust af slysförum. Erlent 17.3.2025 07:29
Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. Erlent 17.3.2025 06:34
Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir hvirfilbyli og ofsaveðurs í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í gildi í þremur ríkjum og hundruð þúsunda án rafmangs. Erlent 16.3.2025 23:49
Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 16.3.2025 22:14
Fimmtán í haldi vegna brunans Að minnsta kosti 59 eru látnir eftir eldsvoða á skemmtistað í Norður-Makedóníu og um 155 slasaðir. Yfirvöld í landinu hafa lýst yfir sjö daga sorgartímabili. Innviðaráðherra segir málið tengjast spillingu en fimmtán manns eru í haldi lögreglu. Erlent 16.3.2025 20:16
Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður. Erlent 16.3.2025 16:17
„Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi. Erlent 16.3.2025 15:11
Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Erlent 16.3.2025 14:35
Kveikti í konu í lest Eldfimum vökva var hellt yfir konu um borð í lest í austurhluta Þýskalands í dag og kveikt í henni. Farþegar stöðvuðu lestina og við það hljóp árásarmaðurinn á brott og hefur hann ekki fundist. Erlent 16.3.2025 13:09
„Þessi á drapst á einni nóttu“ Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Erlent 16.3.2025 11:41
Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Þrátt fyrir að börn leikarans Gene Hackman séu ekki nefnd í erfðaskrá hans er útlit fyrir að þau muni fá um áttatíu milljóna dala eigur hans. Erlent 16.3.2025 09:48
Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Að minnsta kosti 51 lét lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði. Erlent 16.3.2025 08:43
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. Erlent 16.3.2025 07:44
Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Erlent 15.3.2025 18:22
„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Erlent 15.3.2025 16:28
Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Erlent 15.3.2025 14:38
Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést. Erlent 15.3.2025 11:54
Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. Erlent 15.3.2025 11:24
Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15.3.2025 09:59
Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Erlent 15.3.2025 08:50
Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Erlent 15.3.2025 07:47
Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Erlent 14.3.2025 16:55
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. Erlent 14.3.2025 15:52