Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Maður sem var stunginn í átökum tveggja gengja viðurkennir að vera sjálfur ekki alsaklaus. Hann og vinir hans hafi gert sig líklega til að ganga í skrokk á öðrum manni sem brást við árásinni með hníf á lofti. Sá er ákærður fyrir stunguárás sem reyndist lífshættuleg. Innlent 15.3.2025 10:04 Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 15.3.2025 09:37 Mikið slegist í miðbænum Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að sjö tilkynningar um líkamsárásir eða slagsmál bárust lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun en á tímabilinu voru sjötíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar og voru sex í fangaklefa nú í morgun. Innlent 15.3.2025 08:10 „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Innlent 14.3.2025 22:33 Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Innlent 14.3.2025 21:46 Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Innlent 14.3.2025 21:22 Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Innlent 14.3.2025 20:49 Best að sleppa áfenginu alveg Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Innlent 14.3.2025 20:33 Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Vígslu síðasta rampsins í verkefninu Römpum upp Ísland var fagnað fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag um leið og efnt var til uppskeruhátíðar í Hátíðasal skólans vegna tímamótanna. Innlent 14.3.2025 20:26 Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau. Innlent 14.3.2025 20:07 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Innlent 14.3.2025 19:49 Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. Innlent 14.3.2025 19:07 Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.3.2025 18:08 Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Einn starfsmaður Norðuráls var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að öryggi fór af afveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag. Ein kerlína álversins liggur niðri. Viðgerð og greining er í gangi. Innlent 14.3.2025 18:08 Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að. Innlent 14.3.2025 17:26 Fimmti úrskurðaður í varðhald Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu og karlmanni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Innlent 14.3.2025 17:17 Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Innlent 14.3.2025 16:15 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. Innlent 14.3.2025 15:53 Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. Innlent 14.3.2025 15:45 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Innlent 14.3.2025 15:28 Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Lögreglan á Suðurlandi ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Ef Héraðsdómur Suðurlands fellst á það verða fjórir einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 14.3.2025 15:19 Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Dómsmálaráðherra segir frumvarp um sameiningu sýslumanna hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Hún á von á líflegum umræðum á Alþingi. Sýslumannsembættin eru níu í dag en verða eftir daginn í dag eitt. Innlent 14.3.2025 14:41 Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. Innlent 14.3.2025 14:34 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. Innlent 14.3.2025 13:25 „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Dómsmálaráðherra segir að ummæli menntamálaráðherra um íslenska dómstóla ekki góð, og að þau hafi líklega fallið í hita leiksins. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, en þar baðst menntamálaráðherra jafnframt afsökunar á orðum sínum. Innlent 14.3.2025 13:19 Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. Innlent 14.3.2025 13:00 Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. Innlent 14.3.2025 12:12 Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um að hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar að hún beri traust til íslenskra dómstóla. Innlent 14.3.2025 12:11 Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. Innlent 14.3.2025 11:45 Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða. Innlent 14.3.2025 11:40 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 334 ›
Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Maður sem var stunginn í átökum tveggja gengja viðurkennir að vera sjálfur ekki alsaklaus. Hann og vinir hans hafi gert sig líklega til að ganga í skrokk á öðrum manni sem brást við árásinni með hníf á lofti. Sá er ákærður fyrir stunguárás sem reyndist lífshættuleg. Innlent 15.3.2025 10:04
Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 15.3.2025 09:37
Mikið slegist í miðbænum Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að sjö tilkynningar um líkamsárásir eða slagsmál bárust lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun en á tímabilinu voru sjötíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar og voru sex í fangaklefa nú í morgun. Innlent 15.3.2025 08:10
„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Innlent 14.3.2025 22:33
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Innlent 14.3.2025 21:46
Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Innlent 14.3.2025 21:22
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Innlent 14.3.2025 20:49
Best að sleppa áfenginu alveg Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Innlent 14.3.2025 20:33
Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Vígslu síðasta rampsins í verkefninu Römpum upp Ísland var fagnað fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag um leið og efnt var til uppskeruhátíðar í Hátíðasal skólans vegna tímamótanna. Innlent 14.3.2025 20:26
Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau. Innlent 14.3.2025 20:07
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Innlent 14.3.2025 19:49
Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. Innlent 14.3.2025 19:07
Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.3.2025 18:08
Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Einn starfsmaður Norðuráls var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að öryggi fór af afveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag. Ein kerlína álversins liggur niðri. Viðgerð og greining er í gangi. Innlent 14.3.2025 18:08
Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að. Innlent 14.3.2025 17:26
Fimmti úrskurðaður í varðhald Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu og karlmanni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Innlent 14.3.2025 17:17
Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Innlent 14.3.2025 16:15
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. Innlent 14.3.2025 15:53
Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. Innlent 14.3.2025 15:45
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Innlent 14.3.2025 15:28
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Lögreglan á Suðurlandi ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Ef Héraðsdómur Suðurlands fellst á það verða fjórir einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 14.3.2025 15:19
Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Dómsmálaráðherra segir frumvarp um sameiningu sýslumanna hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Hún á von á líflegum umræðum á Alþingi. Sýslumannsembættin eru níu í dag en verða eftir daginn í dag eitt. Innlent 14.3.2025 14:41
Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. Innlent 14.3.2025 14:34
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. Innlent 14.3.2025 13:25
„Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Dómsmálaráðherra segir að ummæli menntamálaráðherra um íslenska dómstóla ekki góð, og að þau hafi líklega fallið í hita leiksins. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, en þar baðst menntamálaráðherra jafnframt afsökunar á orðum sínum. Innlent 14.3.2025 13:19
Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. Innlent 14.3.2025 13:00
Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. Innlent 14.3.2025 12:12
Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um að hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar að hún beri traust til íslenskra dómstóla. Innlent 14.3.2025 12:11
Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. Innlent 14.3.2025 11:45
Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða. Innlent 14.3.2025 11:40