Innlent

Út­för páfa og af­brot leigu­bíl­stjóra

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.

Heimsbyggðin fylgdist grannt með útför Frans páfa sem fram fór í Vatikaninu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga sótti athöfnina sem er söguleg en friðarumleitanir í Úkraínu voru ræddar í Páfagarði.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður einnig rætt við framkvæmdastjóra City Taxi sem vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins, en tveir bílstjórar fyrirtækisins voru nýverið dæmdir fyrir nauðgun.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem segir að ekki megi vanmeta áhrifin af tollastríði Bandaríkjanna og Kína á íslensk fyrirtæki. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru farin að huga að breytingum.

Þá kíkir fréttastofan í heimsókn í nýtt svínabú hefur hafið starfsemi í Eyjafirði þar sem um fjögur hundruð gyltur verða þegar það verður komið í fullan rekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×