Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Innlent 2.1.2025 13:39 Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Ingileif Friðriksdóttir verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún tók við starfinu af eiginkonu sinni í kosningabaráttunni. Innlent 2.1.2025 12:32 Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Innlent 2.1.2025 12:19 Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda Innlent 2.1.2025 12:15 Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. Innlent 2.1.2025 11:56 Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. Innlent 2.1.2025 11:45 Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Innlent 2.1.2025 11:43 Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Í hádegisfréttum verður rætt við nýjan samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sem ætlar að láta hendur standa fram úr ermum á nýju ári. Innlent 2.1.2025 11:32 Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Innlent 2.1.2025 11:26 Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni. Innlent 2.1.2025 10:48 Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Ökumaður bifreiðar sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítala. Innlent 2.1.2025 10:26 Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. Innlent 2.1.2025 08:56 Reykur barst inn í Háteigsskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt. Innlent 2.1.2025 06:22 Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis. Innlent 2.1.2025 06:14 Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Innlent 1.1.2025 21:00 „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Innlent 1.1.2025 19:01 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:28 Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:00 Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Innlent 1.1.2025 16:52 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Innlent 1.1.2025 15:59 Eldur í Ártúnsbrekkunni Eldur kviknaði í einni af gömlu kartöflugeymslunum á Rafstöðvarvegi við Ártúnsbrekkuna um þrjúleytið. Slökkvilið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og enginn hafði meint af. Innlent 1.1.2025 15:55 Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2025 14:42 Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Innlent 1.1.2025 14:06 „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1.1.2025 13:36 Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Innlent 1.1.2025 13:02 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. Innlent 1.1.2025 12:01 Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Tveir eru alvarlega særðir og annar þeirra í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír voru handteknir á vettvangi. Innlent 1.1.2025 11:45 Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Innlent 1.1.2025 11:45 Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur. Innlent 1.1.2025 11:20 Ástand mannsins mjög alvarlegt Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum. Innlent 1.1.2025 11:08 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 334 ›
Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Innlent 2.1.2025 13:39
Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Ingileif Friðriksdóttir verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún tók við starfinu af eiginkonu sinni í kosningabaráttunni. Innlent 2.1.2025 12:32
Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Innlent 2.1.2025 12:19
Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda Innlent 2.1.2025 12:15
Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. Innlent 2.1.2025 11:56
Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. Innlent 2.1.2025 11:45
Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Innlent 2.1.2025 11:43
Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Í hádegisfréttum verður rætt við nýjan samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sem ætlar að láta hendur standa fram úr ermum á nýju ári. Innlent 2.1.2025 11:32
Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Innlent 2.1.2025 11:26
Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni. Innlent 2.1.2025 10:48
Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Ökumaður bifreiðar sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítala. Innlent 2.1.2025 10:26
Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. Innlent 2.1.2025 08:56
Reykur barst inn í Háteigsskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt. Innlent 2.1.2025 06:22
Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis. Innlent 2.1.2025 06:14
Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Innlent 1.1.2025 21:00
„Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Innlent 1.1.2025 19:01
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:28
Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:00
Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Innlent 1.1.2025 16:52
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Innlent 1.1.2025 15:59
Eldur í Ártúnsbrekkunni Eldur kviknaði í einni af gömlu kartöflugeymslunum á Rafstöðvarvegi við Ártúnsbrekkuna um þrjúleytið. Slökkvilið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og enginn hafði meint af. Innlent 1.1.2025 15:55
Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2025 14:42
Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Innlent 1.1.2025 14:06
„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1.1.2025 13:36
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Innlent 1.1.2025 13:02
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. Innlent 1.1.2025 12:01
Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Tveir eru alvarlega særðir og annar þeirra í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír voru handteknir á vettvangi. Innlent 1.1.2025 11:45
Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Innlent 1.1.2025 11:45
Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur. Innlent 1.1.2025 11:20
Ástand mannsins mjög alvarlegt Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum. Innlent 1.1.2025 11:08