Innlent

Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í start­holunum

Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma.

Innlent

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð for­vörn

Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Innlent

Bilun í stofnneti Ljósleiðarans

Bilun varð í kvöld í stofnneti Ljósleiðarans sem olli víðtækum bilunum á netsambandi hjá viðskiptavinum Ljósleiðarans, þar á meðal Vodafone. Í tilkynningu frá Ljósleiðaranum kemur fram að bilunin hafi haft víðtæk áhrif á netþjónustu í um tuttugu mínútur. 

Innlent

Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli

Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. 

Innlent

„Skýr skila­boð“ Ís­lands og skilningur ESB en engar tryggingar

Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma.

Innlent

Mót­mæli við leik Ís­lands og Ísrael

Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

Innlent

Gæti þurft að reisa varnar­garða á höfuð­borgar­svæðinu

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni.

Innlent

Varnar­garðar við borgina, mót­mælt við lands­leik og nýr sumarsmellur

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Albanska manninum fylgt úr landi í fyrra­málið

Albanskur karlmaður sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot hefur dvalið á flugvellinum í Keflavík frá því á föstudag á meðan hann hefur beðið eftir að fá lögreglufylgd úr landi. Lögmaður hans segir að hann hafi verið upplýstur um að Heimferðar- og fylgdarþjónusta Ríkislögreglustjóra sé búin að kaupa fyrir hann flug til Berlínar í fyrramálið og þaðan til Tirana í Albaníu. Þangað fer hann í fylgd lögregluþjóna.

Innlent

Breyting á samsköttun hafi mest á­hrif á tekjuháa karla yfir fer­tugu

Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur.

Innlent

Hinir grunuðu lausir úr ein­angrun

Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.

Innlent

Geti sagt fyrir um eld­gos við höfuð­borgar­svæðið með nokkurra vikna fyrir­vara

Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. 

Innlent

Fastur á Kefla­víkur­flug­velli í fjóra sólar­hringa án alls

Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi.

Innlent