Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16.2.2025 09:55 Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 16.2.2025 09:31 Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 16.2.2025 07:24 „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands funduðu með forsætisráðherra Palestínu. Forsætisráðherra tók skýra afstöðu með Palestínu. Innlent 15.2.2025 19:41 Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. Innlent 15.2.2025 18:11 Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. Innlent 15.2.2025 17:35 Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. Innlent 15.2.2025 16:01 Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 15.2.2025 12:16 Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Innlent 15.2.2025 11:55 Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar, enn hafi ekki verið rætt um stólaskipan og þar á meðal borgastjórastólinn. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.2.2025 11:38 Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Innlent 15.2.2025 11:14 „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ „Þetta er ofbeldi sem mun alltaf fylgja mér og þetta er eitt af stærstu örunum sem ég er með á sálinni. En í dag veit ég að þessi ör munu gera mig enn sterkari og enn auðmjúkari en áður,“ segir Sævar Ingi Borgarsson fyrrum afreksíþróttmaður, líkamsræktarþjálfari og osteópati en líf hans umturnaðist fyrir tæpum tveimur árum. Innlent 15.2.2025 08:03 Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Innlent 15.2.2025 07:37 Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Innlent 15.2.2025 07:00 Sér samninginn endurtekið í hyllingum Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Innlent 14.2.2025 23:10 Orðið samstaða sé á allra vörum Forsætisráðherra sækir öryggisráðstefnu í München. Hún segir mikið rætt um samstöðu þrátt fyrir að fulltrúar á fundinum hafi skiptar skoðanir. Leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu. Innlent 14.2.2025 21:18 Maður í haldi vegna skotvopnsins Karlmaður um fertugt er í haldi vegna skotvopns sem fannst í gærkvöldi á þaki Laugalækjarskóla í Reykjavík. Innlent 14.2.2025 18:58 „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Innlent 14.2.2025 18:54 Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Við ræðum við greinanda um málið í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 14.2.2025 18:00 Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Innlent 14.2.2025 17:04 Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Færri komust að en vildu þegar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundaði í Valhöll í dag til að samþykkja lista með fulltrúum félagsins á komandi landsfundi. Listi stjórnar var samþykktur en formaður samtakanna er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Einum fundargesti blöskraði fundarstjórnin í Valhöll. Innlent 14.2.2025 16:45 Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Félag leikskólakennara boðar ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs. Félag grunnskólakennara boðar verkföll í grunnskólum í þremur sveitarfélögum; Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi. Innlent 14.2.2025 16:27 „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Innlent 14.2.2025 16:25 Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun. Innlent 14.2.2025 16:23 Dómarinn kveður Facebook með tárum Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi. Innlent 14.2.2025 15:27 Hefur áhyggjur af börnum í strætó Umboðsmaður barna segir það áhyggjuefni hversu algengt það er að börn verði fyrir áreiti í strætó, sérstaklega stelpur. Á nýlegum samráðsfundi barna, Strætó og sveitarstjórna hafi börn stigið fram með fjölmörg dæmi um áreitni í orðum og óviðeigandi snertingar. Innlent 14.2.2025 15:00 Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað. Innlent 14.2.2025 13:40 Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands fordæmir í yfirlýsingu hræðilega meðferð á hrossum sem fjallað var um í fréttum í gær. Innlent 14.2.2025 13:25 Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. Innlent 14.2.2025 13:15 Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn. Innlent 14.2.2025 13:02 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16.2.2025 09:55
Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 16.2.2025 09:31
Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 16.2.2025 07:24
„Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands funduðu með forsætisráðherra Palestínu. Forsætisráðherra tók skýra afstöðu með Palestínu. Innlent 15.2.2025 19:41
Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. Innlent 15.2.2025 18:11
Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. Innlent 15.2.2025 17:35
Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. Innlent 15.2.2025 16:01
Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 15.2.2025 12:16
Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Innlent 15.2.2025 11:55
Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar, enn hafi ekki verið rætt um stólaskipan og þar á meðal borgastjórastólinn. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.2.2025 11:38
Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Innlent 15.2.2025 11:14
„Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ „Þetta er ofbeldi sem mun alltaf fylgja mér og þetta er eitt af stærstu örunum sem ég er með á sálinni. En í dag veit ég að þessi ör munu gera mig enn sterkari og enn auðmjúkari en áður,“ segir Sævar Ingi Borgarsson fyrrum afreksíþróttmaður, líkamsræktarþjálfari og osteópati en líf hans umturnaðist fyrir tæpum tveimur árum. Innlent 15.2.2025 08:03
Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Innlent 15.2.2025 07:37
Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Innlent 15.2.2025 07:00
Sér samninginn endurtekið í hyllingum Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Innlent 14.2.2025 23:10
Orðið samstaða sé á allra vörum Forsætisráðherra sækir öryggisráðstefnu í München. Hún segir mikið rætt um samstöðu þrátt fyrir að fulltrúar á fundinum hafi skiptar skoðanir. Leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu. Innlent 14.2.2025 21:18
Maður í haldi vegna skotvopnsins Karlmaður um fertugt er í haldi vegna skotvopns sem fannst í gærkvöldi á þaki Laugalækjarskóla í Reykjavík. Innlent 14.2.2025 18:58
„Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Innlent 14.2.2025 18:54
Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Við ræðum við greinanda um málið í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 14.2.2025 18:00
Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Innlent 14.2.2025 17:04
Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Færri komust að en vildu þegar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundaði í Valhöll í dag til að samþykkja lista með fulltrúum félagsins á komandi landsfundi. Listi stjórnar var samþykktur en formaður samtakanna er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Einum fundargesti blöskraði fundarstjórnin í Valhöll. Innlent 14.2.2025 16:45
Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Félag leikskólakennara boðar ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs. Félag grunnskólakennara boðar verkföll í grunnskólum í þremur sveitarfélögum; Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi. Innlent 14.2.2025 16:27
„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Innlent 14.2.2025 16:25
Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun. Innlent 14.2.2025 16:23
Dómarinn kveður Facebook með tárum Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi. Innlent 14.2.2025 15:27
Hefur áhyggjur af börnum í strætó Umboðsmaður barna segir það áhyggjuefni hversu algengt það er að börn verði fyrir áreiti í strætó, sérstaklega stelpur. Á nýlegum samráðsfundi barna, Strætó og sveitarstjórna hafi börn stigið fram með fjölmörg dæmi um áreitni í orðum og óviðeigandi snertingar. Innlent 14.2.2025 15:00
Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað. Innlent 14.2.2025 13:40
Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands fordæmir í yfirlýsingu hræðilega meðferð á hrossum sem fjallað var um í fréttum í gær. Innlent 14.2.2025 13:25
Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. Innlent 14.2.2025 13:15
Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn. Innlent 14.2.2025 13:02