Innlent

„Við bara byrjum að moka“

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka.

Innlent

Ger­endur nýti „allar mögu­legar leiðir“

Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast.

Innlent

Magnús Karl og Silja Bára á­fram í rektors­kjöri

Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni.

Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt yfir þremur

Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku.

Innlent

Umsáturseinelti, átta­villtur ferða­maður og rektors­kjör

Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent

Lög­reglu­menn megi grínast sín á milli eins og aðrir

Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf.

Innlent

Henda minna og flokka betur

Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023.

Innlent

Bíða enn niður­stöðu um varð­hald

Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag.

Innlent

„Það er að raun­gerast sem við óttuðumst“

Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra.

Innlent

Frjó­semi aldrei verið minni en árið 2024

Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2024 var 4.311 sem er lítilsháttar fækkun frá árinu 2023 þegar 4.315 börn fæddust. Frjósemi á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári.

Innlent

Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf.

Innlent

Á leið til Noregs og Sví­þjóðar

Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum.

Innlent

Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“

Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.

Innlent

Leikaraverkfalli af­lýst

Kjarasamningar tókust á milli leikara og dansara við Leikfélag Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Ekki þarf að aflýsa neinum sýningum hjá Borgarleikhúsinu.

Innlent

Snarpur skjálfti í Bárðar­bungu

Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað.

Innlent

Nefndin skoði lög­reglu en ekki blaða­menn

Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.

Innlent

Með hnút í maganum yfir næstu skila­boðum eltihrellis

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson.

Innlent

Eldur kviknaði út frá inn­taki í ál­verinu

Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust.

Innlent

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent

Raf­magnið sló út víða um land

Rafmagnslaust var á Vestfjörðum og hluta Austfjarða um skamma stund vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Búið er að gera við bilunina og rafmagn víða komið aftur á.

Innlent

Að­eins eitt þungt öku­tæki má vera á Ölfus­ár­brú í einu

Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028.

Innlent