Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Innlent 20.3.2025 06:53 Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt þrjú börn í Hafnarfirði, fyrir líkamsárás og skemmdarverk. Börnin voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd. Innlent 20.3.2025 06:22 „Við bara byrjum að moka“ Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Innlent 19.3.2025 23:31 Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Innlent 19.3.2025 22:00 Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast. Innlent 19.3.2025 19:18 Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. Innlent 19.3.2025 18:24 Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku. Innlent 19.3.2025 18:16 Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.3.2025 18:02 Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar. Innlent 19.3.2025 16:48 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. Innlent 19.3.2025 16:13 Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf. Innlent 19.3.2025 15:51 Henda minna og flokka betur Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023. Innlent 19.3.2025 15:23 Bíða enn niðurstöðu um varðhald Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag. Innlent 19.3.2025 14:50 „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Innlent 19.3.2025 13:15 Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2024 var 4.311 sem er lítilsháttar fækkun frá árinu 2023 þegar 4.315 börn fæddust. Frjósemi á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Innlent 19.3.2025 12:16 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Úkraínu og heyrum í fréttakonu okkar sem stödd er í höfuðborginni Kænugarði. Innlent 19.3.2025 11:40 Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. Innlent 19.3.2025 11:33 Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum. Innlent 19.3.2025 11:22 Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Innlent 19.3.2025 11:12 Leikaraverkfalli aflýst Kjarasamningar tókust á milli leikara og dansara við Leikfélag Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Ekki þarf að aflýsa neinum sýningum hjá Borgarleikhúsinu. Innlent 19.3.2025 09:38 Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað. Innlent 19.3.2025 09:11 Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Innlent 19.3.2025 09:01 Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings. Innlent 19.3.2025 08:09 Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. Innlent 19.3.2025 06:03 Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust. Innlent 18.3.2025 23:22 „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segir undirbúning Samgöngusáttmála taka langan tíma því verið sé að plana hann vel. Ábati af Samgöngusáttmálanum á næstu fimmtíu árum sé 1.100 milljarðar og góðar almenningssamgöngur séu eina raunhæfa lausnin við vexti bílaumferðar. Innlent 18.3.2025 22:47 „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. Innlent 18.3.2025 21:42 Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Innlent 18.3.2025 21:02 Rafmagnið sló út víða um land Rafmagnslaust var á Vestfjörðum og hluta Austfjarða um skamma stund vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Búið er að gera við bilunina og rafmagn víða komið aftur á. Innlent 18.3.2025 20:45 Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028. Innlent 18.3.2025 19:39 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Innlent 20.3.2025 06:53
Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt þrjú börn í Hafnarfirði, fyrir líkamsárás og skemmdarverk. Börnin voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd. Innlent 20.3.2025 06:22
„Við bara byrjum að moka“ Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Innlent 19.3.2025 23:31
Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Innlent 19.3.2025 22:00
Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast. Innlent 19.3.2025 19:18
Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. Innlent 19.3.2025 18:24
Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku. Innlent 19.3.2025 18:16
Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.3.2025 18:02
Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar. Innlent 19.3.2025 16:48
Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. Innlent 19.3.2025 16:13
Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf. Innlent 19.3.2025 15:51
Henda minna og flokka betur Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023. Innlent 19.3.2025 15:23
Bíða enn niðurstöðu um varðhald Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag. Innlent 19.3.2025 14:50
„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Innlent 19.3.2025 13:15
Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2024 var 4.311 sem er lítilsháttar fækkun frá árinu 2023 þegar 4.315 börn fæddust. Frjósemi á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Innlent 19.3.2025 12:16
Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Úkraínu og heyrum í fréttakonu okkar sem stödd er í höfuðborginni Kænugarði. Innlent 19.3.2025 11:40
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. Innlent 19.3.2025 11:33
Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum. Innlent 19.3.2025 11:22
Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Innlent 19.3.2025 11:12
Leikaraverkfalli aflýst Kjarasamningar tókust á milli leikara og dansara við Leikfélag Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Ekki þarf að aflýsa neinum sýningum hjá Borgarleikhúsinu. Innlent 19.3.2025 09:38
Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað. Innlent 19.3.2025 09:11
Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Innlent 19.3.2025 09:01
Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings. Innlent 19.3.2025 08:09
Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. Innlent 19.3.2025 06:03
Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust. Innlent 18.3.2025 23:22
„Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segir undirbúning Samgöngusáttmála taka langan tíma því verið sé að plana hann vel. Ábati af Samgöngusáttmálanum á næstu fimmtíu árum sé 1.100 milljarðar og góðar almenningssamgöngur séu eina raunhæfa lausnin við vexti bílaumferðar. Innlent 18.3.2025 22:47
„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. Innlent 18.3.2025 21:42
Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Innlent 18.3.2025 21:02
Rafmagnið sló út víða um land Rafmagnslaust var á Vestfjörðum og hluta Austfjarða um skamma stund vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Búið er að gera við bilunina og rafmagn víða komið aftur á. Innlent 18.3.2025 20:45
Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028. Innlent 18.3.2025 19:39