Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Erlent 21.2.2025 14:12
Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör. Erlent 21.2.2025 13:31
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Erlent 21.2.2025 11:26
Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Erlent 20.2.2025 10:12
Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. Erlent 20.2.2025 08:11
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ Erlent 20.2.2025 07:03
Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ Erlent 19.2.2025 23:37
Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. Erlent 19.2.2025 22:52
Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu. Erlent 19.2.2025 16:51
Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Lögreglan í Lundúnum hefur ákært 66 ára gamla konu fyrir að hafa banað fimm ára barni með því að setja það í sjóðandi heitt bað. Barnið, sem hét Andrea Bernard, hlaut alvarleg brunasár og lést á sjúkrahúsi rúmum mánuði síðar. Erlent 19.2.2025 15:38
Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. Erlent 19.2.2025 14:24
Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. Erlent 19.2.2025 12:05
Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Erlent 19.2.2025 11:08
Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. Erlent 19.2.2025 09:24
Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. Erlent 19.2.2025 06:50
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. Erlent 18.2.2025 21:05
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. Erlent 18.2.2025 19:46
Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir. Erlent 18.2.2025 17:07
Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. Erlent 18.2.2025 16:49
CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.2.2025 15:34
Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 18.2.2025 14:11
Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. Erlent 18.2.2025 11:39
Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. Erlent 18.2.2025 10:21
Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. Erlent 18.2.2025 09:40