Gagnrýni

Á góðri siglingu

Rapparinn Epic Rain heldur áfram að víkka sjóndeildarhringinn. Þetta er mjög vel unnin plata, Jóhannes og félagar eru á góðri siglingu.

Gagnrýni

Stórstjörnurnar ekki með neina stæla

Stórglæsileg sveitin sveik engan með einlægum og flottum tónleikum. Hápunktur kvöldsins að mínu mati var lagið Mountain Sound, eitt frægasta lag hljómsveitarinnar, og salurinn kunni heldur betur að meta flutninginn á því.

Gagnrýni

Íslenska tónlistarárið

Fimm íslenskar plötur fengu fimm stjörnur hjá gagnrýnendum Fréttablaðsins árið 2012. Þar af voru þrjár þeirra safnplötur. Hér fylgir yfirlit stjörnugjafar á íslenskum plötum sem voru dæmdar í Fréttablaðinu, alls 96. Næstum helmingur fékk fjórar stjörnur,

Gagnrýni

Áhrif víða að á sterkri plötu

Samúel Jón Samúelsson er einn af duglegri tónlistarmönnum landsins. Á síðastu tveimur árum hefur hann útsett og spilað á básúnu með fjölmörum hljómsveitum og listamönnum, til dæmis Hjálmum, Moses Hightower, Stórsveit Reykjavíkur, Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni, Páli Óskari og Ásgeiri Trausta. Sammi heldur líka úti eigin átján manna stórsveit og 4 hliðar er fjórða platan hennar. Hún er tvöföld og hefur að geyma tólf lög.

Gagnrýni

Blóðug valdafíkn

Ágeng sýning og skiljanleg sem áhugafólk um stríð, frið og leikhús ættu ekki að láta framhjá sér fara. Mikið úrvalslið leikara og leikstjórnin mjög leikaramiðuð. Það var hasar, það var blóð sem rann, það voru hugdettur um sjálfsfróun dyravarða, gjörnýting inn- og útgöngumöguleika, börn sem gáfu frá sér ýlfur og afhöggnir hausar í plastpokum.

Gagnrýni

Saga lítilla heimóttarlegra karla

Að Arnaldi ólöstuðum hlýtur Ísland í aldanna rás að teljast með bestu glæpasögum ársins. Að lesa bókina er dálítið eins og að spila morðgátuspilið Cluedo. Þar sem höfundar leitast ekki við að skýra orsakir hrunsins fellur það í skaut lesandans að púsla saman þeim vísbendingum sem liggja fyrir svo finna megi þann seka.

Gagnrýni

Hobbiti í Heiðmörk

Það verður víst ekki af Hobbitanum tekið að vera ein allra stærsta mynd ársins, allavega ef tekið er mið af væntingum til myndarinnar, miðasölu og umfangi. Gamli splatter-kóngurinn Peter Jackson gerði ljómandi góðan þríleik úr Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien fyrir tíu árum. Auðvitað var tilvalið að hann leikstýrði Hobbitanum líka, en hann er byggður á samnefndri bók Tolkien frá árinu 1937.

Gagnrýni

Elektró-indí frá Árborg

Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar.

Gagnrýni

Myrkrið rís á ný

Sígild fantasía sem á eftir að heilla lesendur, börn og fullorðna, sem kunna að meta Hringadróttinssögu.

Gagnrýni

Óvæntur glaðningur

Óvæntasti glaðningur ársins. Leikstjórinn Ang Lee fer hér alla leið í dúlleríi, skrúfar alla liti upp í ellefu, og gervileg sviðsmyndin styður við draumkennt myndmálið. Svo er glæsileg þrívíddin punkturinn yfir i-ið.

Gagnrýni

Enn meira Eurovision

In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki.

Gagnrýni

Bláeygt og blæbrigðalítið

Fallið lauf er önnur sólóplata Sverris Bergmanns og sú fyrsta sem er sungin einungis á íslensku. Lögin eru nokkuð mónótónísk, sem er synd því Sverrir hefur löngu sannað sig sem fínn söngvari.

Gagnrýni

Enginn fæðist illur

Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Þetta er skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja.

Gagnrýni

Byggt á hljóðmúrsgrunni

Dream Central Station geta verið stolt af þessari frumraun, þó tónlistin sé væntanlega ekki allra. Platan er þægileg í hlustun, og minnir um margt á rólegri plötur Jesus & Mary Chain, sem er í fínu lagi.

Gagnrýni

Lífið við endalok heimsins

Steinskrípin er stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna.

Gagnrýni

Suður-amerísk stemning

Latínudeildin er vel unnin latín-plata með nýjum lögum eftir Ingva Þór Kormáksson og eru öll lögin bæði á íslensku og ensku.

Gagnrýni

Saga um sögur um sögur

Fjarvera er svolítið eins og ættarmót þar sem safnast saman persónur annarra bóka Braga, án þess að þær eigi endilega allar skýrt eða ákveðið erindi. Einstakir kaflar sögunnar bera mörg bestu höfundareinkenni Braga. Á hinn bóginn eru hér líka kaflar sem hreyfa furðu lítið við lesanda.

Gagnrýni

Heimilislegt og blátt áfram

Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi“-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin.

Gagnrýni

Sá sem hefur drepið…

Nóvella Sigurjóns Magnússonar, Endimörk heimsins, segir söguna af því þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi í júlí 1918. Sagan er sögð af Pétri Jermakov, einum úr aftökusveitinni, 21 ári seinna. Þá hafa ýmsir af forsprökkunum sem fyrir aftökunni stóðu iðrast gerða sinna og heimurinn sameinast um að hún hafi verið hið versta níðingsverk.

Gagnrýni

Fín fyrir fastagestina

Ballhljómsveit rifjar upp gamla slagara. Þetta er plata sem reikna má með að fastagestir á dansleikjum með sveitinni taki fagnandi.

Gagnrýni

Hægfara hrotti

Brad Pitt leikur leigumorðingja í þessum skrýtna, hægfara og hrottalega krimma, Ofbeldisatriðin eru nokkuð vel útfærð og líklega það eftirminnilegasta við myndina.

Gagnrýni

Sigurður á slóðum Buena Vista

Mjög vel heppnuð plata. Ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Fínar lagasmíðar og textar hjá Braga Valdimar. Góður hljómur og flutningurinn frábær.

Gagnrýni

Orkumikil og öðruvísi

Silver Linings Playbook er hvatvís, ófyrirsjáanleg og öðruvísi, svolítið eins og aðalpersónan. Besta mynd leikstjórans.

Gagnrýni