Gagnrýni

Fréttamynd

Ævar vísinda­maður í miðaldrakrísu

Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.

Gagnrýni

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrir­sjáan­legt fjölskyldudrama

Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Heim er nýjasta verkið úr smiðju Hrafnhildar Hagalín og fjallar um íslenska fjölskyldu á krossgötum. Þetta er ekki verk sem leitast við að umbylta leikhúsforminu eða tækla mikilvæg samfélagsmálefni. Hér er kastljósinu beint að ástinni, fjölskylduböndum og hvernig leyndarmál hafa tilhneigingu til að finna sér leið á yfirborðið. Vandi verksins er hins vegar að leyndarmálin eru frekar augljós og verkið hefði þurft á betri leikstjórn að halda en það fær úr höndum þjóðleikhússtjóra.

Gagnrýni
Fréttamynd

Nýárs­swing með hand­bremsu

Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma.

Gagnrýni
Fréttamynd

Barist um arfinn í Borgó

Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Brostnar væntingar á Frostrósum

Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bríet olli von­brigðum

Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára af­mæli

Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvik­mynd?

Danska kvikmyndin Stúlkan með nálina (The Girl with the Needle/Pigen med nålen) er söguleg sálfræði hrollvekja sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Leikstjóri hennar er Magnus von Horn, en hann skrifaði handritið ásamt Line Langebek. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum um Dagmar Overbye, sem gaf sig út fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Aðrar persónur myndarinnar eru hinsvegar hreinn skáldskapur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ást­kona njósnarans skildi eftir sig sjóð­heit bréf

Tónleikar Emilíönu Torrini í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið byrjuðu ekki vel. Upphitunin var í höndunum á finnska raftónlistarmanninum Jakko Eino Halevi; afhverju veit ég ekki. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir voru svokallaðir „IA 24 partner event“, þ.e. tengdir Iceland Airwaves. Allir vita að það eru ekki alltaf jólin þar á bæ.

Gagnrýni
Fréttamynd

Efni sem veldur upp­köstum, yfirliðum og ei­lífri æsku

Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir.

Gagnrýni
Fréttamynd

The Bikeriders: Hve­nær komum við í flugeldaverksmiðjuna!?

Kvikmyndin The Bikeriders kom í kvikmyndahús um mitt síðast liðið sumar og af kynningarefninu að dæma virkaði hún sem áhugavert mótvægi við tæknibrellumyndirnar sem ráða ríkjum á þeim árstíma. Hins vegar er hætt við því að margir úr markhópnum, þ.e. fullorðið fólk sem fer í sumarleyfi, hafi misst af. Nú er The Bikeriders hins vegar komin á Leiguna og hægt að bera hana augum þar fyrir tæpar 1000 krónur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kælt niður í byrjun og svo búmm!

Frægasta verkið eftir John Cage nefnist 4 mínútur og 33 sekúndur. Það felst í því að píanóleikari gengur fram á svið, sest við hljóðfærið og gerir svo ekkert í nokkrar mínútur. Síðan stendur hann upp, hneigir sig og gengur út.

Gagnrýni
Fréttamynd

DIMMA var flott en ein­hæf

Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem

Danska hrollvekjan Gæsterne kom út hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum undir nafninu Speak No Evil. Hún vakti töluverða athygli og voru viðbrögð áhorfenda almennt mjög góð. Hollywood-fólk fór ekki varhluta af því og var ekki lengi að skella í eitt stykki endurgerð, sem heitir jú, Speak No Evil og er nú sýnd í kvikmyndahúsum.  

Gagnrýni
Fréttamynd

Maður þurfti ekki að vera skyggn

Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Meló­drama, morð og hæfi­lega mikið bótox

Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sunna Gunn­laugs í skugga karl­rembu á djass­há­tíð

„Tilkarl“ er orð sem ég heyrði fyrst í tengslum við mál Sunnu Gunnlaugs djasspíanóleikara og tónskálds. Fyrir skemmstu hellti hún sér yfir ákveðinn djassara á Facebook og sagði djasssenuna á Íslandi vera gegnsýrða af karlrembu. Blessuðum mönnunum mun finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar. Þeir eru því tilkarlar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Alien Romulus: Ung­menna Alien

Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar.

Gagnrýni
Fréttamynd

May December: Seint koma sumir en koma þó

Kvikmyndin May December er ein þeirra Óskartilnefndu kvikmynda frá því í fyrra sem íslenskir áhorfendur voru sviknir um en hún kom ekki íslensk kvikmyndahús, né á íslenskt Netflix (þar sem hún var frumsýnd víðsvegar). Á dögunum birtist hún hins vegar óvænt á Voddinu, löngu eftir að allir voru hættir að pæla í henni.

Gagnrýni