Stormur fellur á prófinu Stormur er nýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og tónlistarkonuna Unu Torfa. Þetta er sýning sem á höfða til ungs fólks og fjalla um veruleika þeirra. Þjóðleikhúsið teflir djarft því í aðalhlutverki er ung söngkona án reynslu af leik á stóra sviðinu og í öðrum hlutverkum eru tiltölulega nýútskrifaðir leikarar úr Listaháskólanum. Þessi tilraun er djörf en niðurstaðan því miður nokkuð fyrirsjáanleg – með hóp af byrjendum á leiksviði er byrjendabragur á sýningunni. Gagnrýni 12.3.2025 07:00
Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Jón Leifs, Ludwig van Beethoven og Richard Strauss. Eldborg í Hörpu föstudaginn 7. mars. Gagnrýni 11.3.2025 07:03
Leiksigur Ladda Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín. Gagnrýni 10.3.2025 08:00
Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað. Gagnrýni 5.2.2025 07:01
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. Gagnrýni 24.1.2025 07:01
Litríkar umbúðir en lítið innihald Ungfrú Ísland er verðlaunuð skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum og fjallar um baráttu rithöfundarins Heklu Gottskálksdóttur fyrir því að fá verk sín útgefin og hljóta viðurkenningu og virðingu meðal samferðarfólks síns. Gagnrýni 21.1.2025 07:02
Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. Gagnrýni 17.1.2025 07:30
Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum. Gagnrýni 14.1.2025 07:00
Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Romy Mathis hefur unnið sig upp á toppinn sem forstjóri tæknifyrirtækis, er gift elskulegum manni og á tvær dætur. En hún hugsar líka brenglaðar hugsanir og er kynferðislega ófullnægð. Ungur starfsnemi sér í gegnum hana og veit hvaða hún vill: láta einhvern taka af sér völdin og drottna yfir sér. Gagnrýni 9.1.2025 07:01
Nýársswing með handbremsu Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma. Gagnrýni 8.1.2025 07:06
Getuleysi á stóra sviðinu Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla. Gagnrýni 7.1.2025 07:01
Barist um arfinn í Borgó Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. Gagnrýni 3.1.2025 07:00
Brostnar væntingar á Frostrósum Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu. Gagnrýni 23.12.2024 07:00
Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili fluttu jólalög í Langholtskirkju sunnudaginn 15. desember. Einsöngvari var Oddur Arnþór Jónsson. Gagnrýni 18.12.2024 07:00
Bríet olli vonbrigðum Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn. Gagnrýni 11.12.2024 07:02
Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar. Gagnrýni 25.11.2024 07:03
Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Danska kvikmyndin Stúlkan með nálina (The Girl with the Needle/Pigen med nålen) er söguleg sálfræði hrollvekja sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Leikstjóri hennar er Magnus von Horn, en hann skrifaði handritið ásamt Line Langebek. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum um Dagmar Overbye, sem gaf sig út fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Aðrar persónur myndarinnar eru hinsvegar hreinn skáldskapur. Gagnrýni 22.11.2024 08:01
Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Tónleikar Emilíönu Torrini í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið byrjuðu ekki vel. Upphitunin var í höndunum á finnska raftónlistarmanninum Jakko Eino Halevi; afhverju veit ég ekki. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir voru svokallaðir „IA 24 partner event“, þ.e. tengdir Iceland Airwaves. Allir vita að það eru ekki alltaf jólin þar á bæ. Gagnrýni 12.11.2024 07:01
Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. Gagnrýni 7.11.2024 08:31
The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kvikmyndin The Bikeriders kom í kvikmyndahús um mitt síðast liðið sumar og af kynningarefninu að dæma virkaði hún sem áhugavert mótvægi við tæknibrellumyndirnar sem ráða ríkjum á þeim árstíma. Hins vegar er hætt við því að margir úr markhópnum, þ.e. fullorðið fólk sem fer í sumarleyfi, hafi misst af. Nú er The Bikeriders hins vegar komin á Leiguna og hægt að bera hana augum þar fyrir tæpar 1000 krónur. Gagnrýni 2.11.2024 07:02
Kælt niður í byrjun og svo búmm! Frægasta verkið eftir John Cage nefnist 4 mínútur og 33 sekúndur. Það felst í því að píanóleikari gengur fram á svið, sest við hljóðfærið og gerir svo ekkert í nokkrar mínútur. Síðan stendur hann upp, hneigir sig og gengur út. Gagnrýni 22.10.2024 07:01
DIMMA var flott en einhæf Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar. Gagnrýni 15.10.2024 07:03
Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Danska hrollvekjan Gæsterne kom út hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum undir nafninu Speak No Evil. Hún vakti töluverða athygli og voru viðbrögð áhorfenda almennt mjög góð. Hollywood-fólk fór ekki varhluta af því og var ekki lengi að skella í eitt stykki endurgerð, sem heitir jú, Speak No Evil og er nú sýnd í kvikmyndahúsum. Gagnrýni 24.9.2024 08:02
Maður þurfti ekki að vera skyggn Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu. Gagnrýni 19.9.2024 07:02