Innherji

Er rétti tíminn til að stækka við sig?

Það er gjarnan talað um húsnæðismarkaðinn sem eina heild en í raun er eftirspurn eftir mismunandi húsnæði auðvitað ólík eftir aðstæðum og tímabilum. Þegar fólk veltir fyrir sér að stækka við sig er mikilvægt að hafa þetta í huga en stærð stökksins fer m.a. eftir því hversu vel tímasett það er.

Umræðan

Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn

Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands.

Klinkið

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Innherji

Seðla­banka­stjóri segir þörf á betri upp­lýsingum um gjald­eyris­markaðinn

Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.

Innherji

Haraldur Yngvi ráðinn til að stýra fjárfestingum TM

Haraldur Yngvi Pétursson, sem hefur um langt árabil starfað við eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri TM, dótturfélags Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Ráðning hans kemur í kjölfar þess að Ásgeir Baldurs, sem hefur stýrt fjárfestingum tryggingafélagsins frá 2021, lét af störfum fyrr á árinu.

Klinkið

Fjöl­miðl­ar þurf­a á­skrift­ar­tekj­ur, ekki rík­is­styrk­i

Margir hafa dregið rangan lærdóm af gjaldþroti Fréttablaðsins. Lausnin er einföld og margreynd. Það mun hvorki bjarga fjölmiðlum að ríkisstyrkja þá í meira mæli né taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla verður einungis leystur með vitundarvakningu á meðal landsmanna. Fólk þarf að borga fyrir fréttir. Sú leið er þrautreynd. Á blómaskeiði fjölmiðla var greitt fyrir þjónustuna.

Umræðan

Lárus Welding hefur störf hjá Stoðum

Lárus Welding hefur verið ráðinn rekstrarstjóri (COO) fjárfestingafélagsins Stoða, í stað Júlíusar Þorfinnssonar, samkvæmt heimildum Innherja. Lárus hefur komið víða við í viðskiptum en þekktastur er hann fyrir að hafa verið forstjóri Glitnis banka á árunum 2007 til 2008.

Klinkið

Niður­færsla á í­búða­bréfum dró veru­lega niður af­komu VR í fyrra

Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans. 

Innherji

Eitt stykki RÚV er horfið af aug­lýsinga­markaði

Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.

Klinkið

Bankarnir gefa ekki út AT1-bréf í bráð eftir yfirtökuna á Credit Suisse

Markaðurinn með svokölluð AT1-skuldabréf í Evrópu er laskaður eftir yfirtöku bankans UBS á Credit Suisse. Íslensku viðskiptabankarnir munu því ekki geta nýtt, að minnsta kosti ekki í bráð, það svigrúm sem þeir hafa til að gefa út AT1-bréf en þau gera bönkum meðal annars kleift að ná fram hagkvæmari skipan eigin fjár.

Innherji

Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum

Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.

Innherji

Verð­bólgu­á­lagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxta­hækkana

Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið.

Innherji

Raf­krónan yrði mögu­lega öflugasta tæki Seðla­bankans

Áhrifin sem möguleg útgáfa rafkrónu getur haft á peningastefnu Seðlabankans geta verið allt frá því að vera óveruleg upp í að rafkrónuna verði helsti farvegurinn fyrir miðlun peningastefnunnar. Lykilspurningin er hvort rafkrónan muni bera jákvæða vexti en afstaða Seðlabankans til þess er varfærin enda gæti það haft í för með sér „varanlega tilfærslu fjármagns“ frá viðskiptabönkum yfir til Seðlabankans og dregið þannig úr útlánagetu bankanna. 

Innherji

Stilla upp ráð­gjöfum fyrir við­ræður um stærsta sam­runa Ís­lands­sögunnar

Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Innherji

Ís­lensk fé­lög með innlán upp á hundruð milljóna í SVB þegar bankinn féll

Nokkur íslensk fyrirtæki áttu innistæður, sem námu að lágmarki nokkur hundruðum milljóna króna, í Silicon Valley Bank (SVB) þegar bankinn varð gjaldþrota fyrr í þessum mánuði. Miklar hræringar á alþjóðlegum bankamarkaði hafa orðið til þess að íslensk fyrirtæki hafa flutt gjaldeyrisinnistæður frá erlendum bönkum yfir til íslensku bankanna á undanförnum dögum og vikum. 

Innherji