Orkurisinn Equinor leiðir fjögurra milljarða fjárfestingu í CRI

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá.