Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Efri hlutinn gefur okkur smá and­rými“

„Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltinn vaknaður á Akra­nesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina

Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart.

Körfubolti
Fréttamynd

Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Banda­ríkja­mönnum

Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum ekkert að fara slaka á“

Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97.

Körfubolti