Lífið

„Já­kvæð líkams­í­mynd bjargaði lífi mínu“

„Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. 

Lífið

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álf­heimum

Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Lífið

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Lífið

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On

Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Lífið samstarf

Lauf­ey ein af konum ársins hjá Time

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Lífið

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp

Draumurinn rættist að syngja með Bubba

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. 

Tónlist

Skot­heldar hug­myndir fyrir konu­daginn

Konudagurinn, fyrsti dagur Góu, er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra konur landsins með fallegum blómvendi eða öðrum gjöfum. Hér fyrir neðan fá finna fjölbreyttar hugmyndir um gjafir og samveru fyrir konudaginn.

Lífið

Tveggja barna mið­aldra móðir sem er sjúk í strákinn

Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið.

Gagnrýni

Stór­fjöl­skyldan setur húsið á sölu

Rann­veig Hild­ur Guðmunds­dótt­ir og Hall­grím­ur A. Ingvars­son, fimm barna foreldrar, hafa sett raðhús sitt við Grænlandsleið í Reykjavík á sölu. Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni. 

Lífið

Sýning sem breytir upp­lifun okkar á heiminum

„Viðbrögðin hafa verið frábær! Sýningin kallar fram undrun, hlátur og oft umræðu um hvernig við skynjum veruleikann. Krakkar og fullorðnir hafa bæði gaman af því að prófa sig áfram og uppgötva hvernig litir, form og ljós geta breytt upplifun okkar á heiminum.“ segir Þórunn Birna Úlfarsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Smáralind um sýninguna Sjónarspil sem sett hefur verið upp í verslunarmiðstöðinni.

Lífið samstarf

Ævar vísinda­maður í miðaldrakrísu

Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.

Gagnrýni

„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Ís­lands“

Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.

Lífið samstarf

„Þetta var orðið svo­lítið hættu­legt fyrir mig“

„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Lífið

Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Ís­landi

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, sem kallar sig Jón Jónsson, stefnir að því að opna fyrsta kynlífsklúbb landsins undir nafninu Aphrodite innan nokkurra vikna. Hann segir klúbbinn sérstaklega ætlaðan fólki í swing-senunni.

Lífið

Eva sýnir giftingahringinn

Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, birti mynd af vinstri hönd sinni á Instagram. Á myndinni má veglegan, gylltan giftingahring með stórum steini á baugfingri hennar.

Lífið

Traustið var löngu farið úr sam­bandinu

Unnur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Bakarísins Jóa Fel og fyrrverandi eiginkona veitingamannsins Jóa Fel, segir traustið hafa verið löngu farið úr sambandi þeirra fyrir skilnað. Hún þakkar hugvíkkandi efnum hvernig gekk að vinna úr skilnaðinum.

Lífið