Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur. Lífið 22.3.2025 20:04
Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Meðlimir bresku sveitarinnar The Searchers, sem mun vera elsta starfandi popphljómsveit heims, hafa ákveðið að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir munu fara fram á Glastonbury-hátíðinni í júní næstkomandi. Lífið 22.3.2025 15:15
Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. Lífið 22.3.2025 11:03
Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið 21.3.2025 13:52
Björk á forsíðu National Geographic „Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Lífið 21.3.2025 11:19
Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. Lífið 21.3.2025 10:01
Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Hlustendaverðlaunin 2025 voru haldin með pompi og prakt á Nasa í gærkvöldi og þar kom landslið tónlistarmanna fram. Fluttir voru sjóðheitir hittarar í bland við glæný en líka klassísk lög sem fyrir löngu hafa stimplað sig inn í hjörtum landsmanna. Lífið 21.3.2025 09:07
Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins. Lífið 20.3.2025 22:46
Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hlustendaverðlaunin 2025 fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld og verður margt um dýrðir og mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Um er að ræða tólfta skiptið sem hátíðin fer fram. Lífið 20.3.2025 18:02
Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. Lífið 20.3.2025 15:30
Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Karen Ingólfsdóttir er sannfærð um að hefði hún fengið réttar upplýsingar, hefði sonur hennar fengið rétta meðhöndlun og hefði starfsfólk Landspítalans staðið rétt að málum, væri sonur hennar Friðrik Ragnar enn á lífi. Lífið 20.3.2025 14:31
Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel hitaði upp fyrir Hlustendaverðlaunin sem fara fram í kvöld á Nasa og í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi með þeim Guðjóni Smára og Jónu Margréti í Traffíkinni á FM957. Hann gerði þar símaat í bónda og útfararstjóra og bað um álit á „nýju lagi.“ Lífið 20.3.2025 14:01
Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Jón Boði Björnsson, einn hraustasti eldri borgari landsins og fyrrum matreiðslumaður og bryti, hefur sett einbýlishús sitt við Langafit í Garðabæ á sölu. Jón Boði er afi Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og markaðsstjóra World Class. Lífið 20.3.2025 11:34
Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Önnur þáttaröð af Viltu finna milljón? hóf göngu sína á Stöð 2 á mánudagskvöld. Þar fengum við að kynnast pörunum sem ætla að taka fjármálin sín í gegn. Lífið 20.3.2025 09:56
Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. Lífið 20.3.2025 09:02
Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Mikill félagslegur stuðningur, frelsi og jöfnuðu er á meðal þess sem setja Íslendinga í þriðja sæti á alþjóðlegum lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Norðurlöndin raða sér í efstu sæti listans. Lífið 20.3.2025 08:50
Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. Lífið 20.3.2025 07:01
Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag „Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 20.3.2025 07:01
Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með glæsilegri veislu í Kaplakrika um helgina. Lífið 19.3.2025 20:01
Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar. Lífið 19.3.2025 18:02
Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger segist sakna þess að sjá meiri áherslu lagða á óhollustu unnar kjötvöru í nýútgefinni skýrslu Landlæknis þar sem landsmönnum er meðal annars ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti. Hann segir margt gott í skýrslunni en augljóst sé hvað sé ástæða þess að Íslendingar eru feitasta þjóð í heimi og segir hann það ekki vera rautt kjöt. Lífið 19.3.2025 16:59
Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Fríður hópur kvenna mættu á Kjarvalsstaði í gærkvöldi og áttu notalega og nærandi stund saman. Markmið kvöldsins var að vekja athygli á kröftum og töfrum kvenlíkamans þar sem hugað var að líkama og sál með fræðslu, hreyfingu og gefandi vellíðunarstund. Lífið 19.3.2025 16:18
Heimir selur íbúð í 101 Fasteignasalinn Heimir Fannar Hallgrímsson hefur sett íbúð sína við Ingólfsstræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í glæsilegu steinhúsi sem var byggt árið 1928. Ásett verð er 64,9 milljónir. Lífið 19.3.2025 15:05
Fermingardressið fyrir hann Fermingarnar eru á næsta leiti og undirbúningur fyrir stóra daginn líklega kominn á fullt. Þegar kemur að fatavali drengja eru klassísk jakkaföt og ljós skyrta vinsæll kostur, á meðan aðrir kjósa frekar smartan pólóbol eða peysu við ljósar kakíbuxur. Þá hafa stílhreinir íþróttaskór notið mikilla vinsælda meðal fermingarbarna við sparifötin. Lífið 19.3.2025 13:09
„Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Kristófer Skúli Auðunsson keppandi í Spurningaspretti vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti á gólfið til Gumma Ben. Hann lenti strax í klandri í fyrstu spurningu um Þorrann en fór þó ekki snauður heim. Lífið 19.3.2025 10:53