Menning

Slegist um Eyrarrósina

Tilnefningar til Eyrarrósarinnar hafa litið dagsins ljós. Listasafn Árnesinga, Sköpunarmiðstöð Stöðvarfjarðar og Frystiklefinn Rifi keppast um að hreppa hnossið í ár.

Menning

Breytti lögunum og bætti inn djóki

Stutt verður í glensið á tónleikum Sætabrauðsdrengjanna í Salnum 20. og 21. mars þar sem ljúflingslög Fúsa Halldórs hljóma ásamt Hæ Mambó og fleiri slögurum. Halldór Smárason hefur útsett lögin á sinn hátt og leikur með.

Menning

Flæðandi og lýriskur djass í Múlanum

Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans, sem fram fara á þriðjudagskvöldið kl. 21 í Björtuloftum í Hörpu, kemur fram tríó píanóleikarans Ástvaldar Zenki Traustasonar. Ástvaldur og félagar munu flytja tónlist af geisladiskinum Hljóði, sem kom út í nóvember 2014.

Menning

Galdur tónleikanna

Selló og harpa koma saman á tónleikum Elísabetar Waage og Gunnars Kvaran í Hannesarholti á miðvikudagskvöldið.

Menning

Samin til að gleðja og skemmta

Kammersveit Reykjavíkur blæs til hátíðar með hækkandi sól og býður upp á franska skemmtitónlist í Hörpu á morgun, eins og hún gerðist best upp úr 1920.

Menning

Caput og Hanna Dóra

Caput-hópurinn heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun tileinkaða tónskáldinu Þuríði Jónsdóttur.

Menning

Munum það sem við kjósum að muna

Rætt verður um írsk og íslensk málefni, miðaldir, arfleifð, kreppur, stríð og ferðalög í Háskóla Íslands í dag og á morgun með áherslu á minnisrannsóknir.

Menning

Úr pönki yfir í rómantík

Myndlistarkonan Gunnhildur Þórðardóttir opnar í dag sýninguna Fortíðin fundin í sýningarsal SÍM ásamt því að hún gefur úr þriðju ljóðabókina sína, Næturljóð.

Menning

Hæg breytileg átt eða norðan bál

Sýningin Hæg breytileg átt opnar í portinu í Hafnarhúsinu á morgun og er hluti af Hönnunarmars. Á sýningunni gefur að líta tillögur að þróun íbúða- og hverfabyggðar framtíðarinnar en fresta þurfti opnun um sólarhring vegna veðurofsans.

Menning

Aflar gagna á sama hátt og Sherlock Holmes

Guðjón Friðriksson, rithöfundur og sagnfræðingur, sem er 70 ára í dag, segir ritun ævisögu Einars Benediktssonar með því eftirminnilegra sem hann hafi gert. Hann ritar nú sögu Alþýðuflokksins sem hann segir hafa verið skrautlega á köflum.

Menning