Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 18:18 Frá fyrsta samlestri hópsins. vísir/gva „Þetta leggst rosalega vel í mig,“ sagði Þórir Sæmundsson nýkominn heim til sín af fyrsta samlestri af Í hjarta Hróa hattar. Sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður frumsýnd 12. september næstkomandi. „Þetta er aðeins öðruvísi Hrói en fólk á að venjast. Ég hef séð Russell Crowe, Cary Elwes og Kevin Costner leika Hróa hött en samt sem áður finnst mér alltaf Hróa hattar refurinn, úr Disney myndinni, vera hinn eini sanni Hrói. Hróinn sem ég mun leika verður talsvert öðruvísi en sá sem við eigum að venjast.“ Í hjarta Hróa hattar hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og áhorfendum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún var frumsýnd hjá hinu breska The Royal Shakespeare Company og hefur síðan þá ferðast til Boston, Uppsala, Bergen, Winnipeg og Toronto. Í augnablikinu standa yfir viðræður um að setja sýninguna upp á Brodway og West End. Boginn, græni búningurinn og oddmjói hatturinn verða víðsfjarri og í stað þess að ræna aðalinn og gefa fátækum tekur Hrói gróðann til sín. Síðar meir kemst hann í kynni við Martein sem er í raun prinsessan Maríanna og þau eiga harðvítuga bardaga.Flytja inn mann fyrir bardagasenurnar „Þetta er mikil Vesturports sýning. Það er mikiðum að vera og mikið lagt upp úr sviðshreyfingum, klifurkúnstum og bardögum. Það kemur til að mynda maður frá Kanada til að taka okkur í gegn til að gera allar bardagasenur sem raunverulegastar.“ Meðal annara leikara í sýningunni má nefna Stefánana Karl og Hall auk fleiri fastra Þjóðleikhúsleikara. Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson taka þátt en að undanförnu hafa þeir leikið í Borgarleikhúsinu. Að auki munu tveir nýútskrifaðir nemar taka þátt í sýningunni en það eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Baltasarsson. Tónlist verður í höndum Sölku Sólar Eyfeld. „Þetta leggst allt ótrúlega vel í mig. Hópurinn er frábær og það var gaman að lesa handritið. Þetta er sýning sem nærri allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af,“ segir Þórir. „Það er mögulega full mikið ofbeldi fyrir þá allra yngstu en fyrir átta ára og upp úr ætti þetta að vera kjörið.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta leggst rosalega vel í mig,“ sagði Þórir Sæmundsson nýkominn heim til sín af fyrsta samlestri af Í hjarta Hróa hattar. Sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður frumsýnd 12. september næstkomandi. „Þetta er aðeins öðruvísi Hrói en fólk á að venjast. Ég hef séð Russell Crowe, Cary Elwes og Kevin Costner leika Hróa hött en samt sem áður finnst mér alltaf Hróa hattar refurinn, úr Disney myndinni, vera hinn eini sanni Hrói. Hróinn sem ég mun leika verður talsvert öðruvísi en sá sem við eigum að venjast.“ Í hjarta Hróa hattar hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og áhorfendum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún var frumsýnd hjá hinu breska The Royal Shakespeare Company og hefur síðan þá ferðast til Boston, Uppsala, Bergen, Winnipeg og Toronto. Í augnablikinu standa yfir viðræður um að setja sýninguna upp á Brodway og West End. Boginn, græni búningurinn og oddmjói hatturinn verða víðsfjarri og í stað þess að ræna aðalinn og gefa fátækum tekur Hrói gróðann til sín. Síðar meir kemst hann í kynni við Martein sem er í raun prinsessan Maríanna og þau eiga harðvítuga bardaga.Flytja inn mann fyrir bardagasenurnar „Þetta er mikil Vesturports sýning. Það er mikiðum að vera og mikið lagt upp úr sviðshreyfingum, klifurkúnstum og bardögum. Það kemur til að mynda maður frá Kanada til að taka okkur í gegn til að gera allar bardagasenur sem raunverulegastar.“ Meðal annara leikara í sýningunni má nefna Stefánana Karl og Hall auk fleiri fastra Þjóðleikhúsleikara. Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson taka þátt en að undanförnu hafa þeir leikið í Borgarleikhúsinu. Að auki munu tveir nýútskrifaðir nemar taka þátt í sýningunni en það eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Baltasarsson. Tónlist verður í höndum Sölku Sólar Eyfeld. „Þetta leggst allt ótrúlega vel í mig. Hópurinn er frábær og það var gaman að lesa handritið. Þetta er sýning sem nærri allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af,“ segir Þórir. „Það er mögulega full mikið ofbeldi fyrir þá allra yngstu en fyrir átta ára og upp úr ætti þetta að vera kjörið.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp