Menning

Það eru engar flóttaleiðir færar

Mannslíkaminn er Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu yrkisefni bæði í teikningum og bláum gvassmyndum sem hún birtir í nýjum listasal Skúmaskots að Skólavörðustíg 21. Sýninguna opnar hún í dag klukkan 16.

Menning

Taugaveikis-Mæja

Skilningur fólks fyrr á öldum á smitleiðum sjúkdóma var takmarkaður, en á sama hátt þarf ekki að koma á óvart þótt almenningur vildi finna blóraböggul. Eftir stendur að varla er hægt að hugsa sér ömurlegri örlög en að verða holdgervingur hræðilegs sjúkdóms og rata þannig í sögubækur löngu eftir sinn dag. Það varð einmitt hlutskipti Mary Mellon, matselju sem enn í dag er dregin fram í hvert sinn sem fjallað er um sögu taugaveiki.

Menning

Ég dreg ekkert undan

Ung ákvað hún að skrifa ævisöguna þegar hún yrði sextug en það dróst í fimmtán ár. Guðrún L. Ásgeirsdóttir kennari rifjar upp 32 fyrstu árin sín í bókinni Á meðan ég man.

Menning

Algjör rokkstjarna í litabókabransanum

Hanna Karlzon, sænskur hönnuður og menntaður myndlistakennari, er konan á bak við litabækurnar sem allir elska. Heimurinn bíður í ofvæni eftir nýju litabókinni hennar, Sommarnatt, sem kemur út í apríl á heimsvísu.

Menning

Danir fá fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar

Daníel Bjarnason tónskáld hefur samið sína fyrstu óperu og hún er engin smásmíði. Óperan er gerð eftir dönsku bíómyndinni Brødre frá 2004 og verður frumflutt af dönsku þjóðaróperunni í Árósum á næsta ári.

Menning

Hið íslenska bókmenntafélag í samstarf með GAMMA

Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili.

Menning

Þessi gulnuðu nótnablöð

Tvö nýfundin verk frá 1943 eftir hinn níræða Jón Nordal tónskáld eru á efnisskrá strengjasveitarinnar TónaList, undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur, í Seltjarnarneskirkju í dag.

Menning

Þegar Ibsen tók Hallgerði í gíslingu

Jón Karl Helgason prófessor í íslensku- og menningardeild HÍ leiðir líkur að því að Hedda Gabler eftir Ibsen eigi andlega ætt sína að rekja til Hallgerðar langbrókar enda var norska stórskáldið mikill unnandi Íslendingasagna og sótti sitthvað í þann sagnabrunn.

Menning

„Framar okkar björtustu vonum”

Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar eru þegar búin að tryggja sér miða á söngleikinn Mamma mía sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar hljómar tónlist Abba í fyrsta sinn á íslensku en þýðandinn sver af sér aðdáun á hljómsveitinni.

Menning

Útilistaverk Sigga Odds frumsýnt

Norr11 frumsýndi í tilefni af Hönnunarmars útilistaverk hannað af Sigga Odds á Hverfisgötu í portinu beint á móti Þjóðleikhúsinu síðdegis í dag.

Menning