Lífið

Stefán Teitur á skeljarnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Stefán og Sæunn fóboltapar. 
Stefán og Sæunn fóboltapar.  Instagram

Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona. 

Frá þessu greina þau á Instagram, en ef marka má myndirnar lét kappinn vaða í kvöldsiglingu í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Stefán hefur spilað með karlalandsliðinu í fótbolta frá árinu 2020. Í fyrrasumar var hann seldur til enska knattspyrnufélagsins Preston North End en þar áður spilaði hann með danska félaginu Silkeborg, þar sem hann landaði bikarmeistaratitli og var valinn besti leikmaður bikarkeppninnar. 


Tengdar fréttir

Stefán Teitur hetja Preston

Stefán Teitur Þórðarson reyndist hetja Preston er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Stefán Teitur: Geðveikt stoltur

Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.