Skoðun

Fréttamynd

Að­för að mennta­kerfinu

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir

Verðmæti hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum menntakerfis og hvernig atlæti börn og síðar ungmenni fá í gegnum skólagönguna með stuðningi félags- og heilbrigðiskerfa.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Er ís­lenska þjóðin að eldast?

Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Aðal­vanda­málið við mál­tileinkun inn­flytj­enda!

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda er ekki að þeir nenni ekki að læra málið, þjóðargersemina, stolt vort og arfleifð. NEI! Aðalvandamálið er samfélag sem EKKI býður fólk velkomið í (mál)samfélagið með þeim kröfum og hvata sem þar þurfa, verða og eiga að fylgja.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalista­flokkurinn styður Úkraínu

Ef utanríkisstefna flokksins er skoðuð kemur þar fram í öðrum punkti að Ísland skuli standa með öllum þjóðum sem ráðist er inn í. Þó að Úkraína sé kannski ekki skilgreind sem smáþjóð er hún sjálfstætt lýðræðisríki sem flokkurinn styður að sjálfsögðu til að verja sig fyrir ofbeldisinnrás Rússa.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarkur og kraftur til að breyta

Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórföldun á stuðningi við Guð­rúnu

Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups.

Skoðun
Fréttamynd

Góður fyrsti aldar­fjórðungur

Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma?

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju stríð?

Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvammsvirkjun og fram­tíð lax­fiska í Þjórs­á

Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna.

Skoðun
Fréttamynd

Stækkum Sjálf­stæðis­flokkinn

Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara.

Skoðun
Fréttamynd

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á ó­einingu?

Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?

Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona.

Skoðun
Fréttamynd

Karl­veldið hefur enn ansi mörg and­lit

Grein Magdalenu Katrínar Sveinsdóttur um að upplifa höfnun föður síns, er ansi sorglega algengt mál. Karlmenn hafa komist upp með slíkt um aldir og börn neyðst til að þola það auða rými í sálinni, í þráðri tengingu við tengingu við og umönnun frá föður.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­skráin

Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmuna­hópa innan Alþing­is.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er at­riðið þar sem þið takið til fótanna…”

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­átta hafnar­verka­manna: Leiðin að viður­kenningu sem samnings­aðili

Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna.

Skoðun