Skoðun

Stöndum frekar með selum en synda­selum og pólitískum klækja­refum

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr.

Skoðun

Er seinnivélin komin?

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið.

Skoðun

Ingi­björg Gunnars­dóttir - Rektor með fram­tíðar­sýn fyrir Háskola Ís­lands

Ármann Höskuldsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu.

Skoðun

Rödd Ís­lands at­hlægi um allan heim

Ástþór Magnússon skrifar

Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda.

Skoðun

Kol­brún Páls­dóttir – Öflugur leið­togi fyrir Há­skóla Ís­lands

Ágúst Arnar Þráinsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifa

Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs.

Skoðun

Lokað á lausnir í leik­skóla­málum

Einar Þorsteinsson skrifar

Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta.

Skoðun

Ég styð Magnús Karl

Jón Gnarr skrifar

Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. 

Skoðun

Hlut­verk og sjálfs­mynd Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar

Í ljósi stríðsins í Úkraínu og ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að fjármagna vopnakaup henni til stuðnings er mikilvægt að skoða mögulegar afleiðingar slíkrar stefnu. Jafnframt vaknar spurningin: Er sjálfsmynd okkar Íslendinga ekki lengur sú að vera hlutlaus friðflytjandi þjóð á alþjóðavísu, eins og hún hefur verið í aldanna rás?

Skoðun

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn

Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum.

Skoðun

Hættum að segja „Flýttu þér“

Einar Sverrisson skrifar

Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð.

Skoðun

Bóka­safnið: hjartað í hverjum skóla

Stefán Pálsson skrifar

Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna.

Skoðun

Áreiðan­leikakannanir á sjálf­bærniþáttum fyrir­tækja: Hvað sýna nýjustu rann­sóknir?

Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar

Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja.

Skoðun

Er ég nægi­lega gott for­eldri?

Daðey Albertsdóttir og Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifa

Mömmuskömm, samfélagsmiðlar, „tradwife”, hrakandi geðheilsa barna og unglinga, tölvuleikir, lélegt uppeldi, þyrluforeldrar, „tough love”, of mikil samvera, of mikil fjarvera. Allt eru þetta hugtök og orð sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði og ekki furða að foreldrar hafi áhyggjur af því hvort þau séu að standa sig nægilega vel.

Skoðun

Staða Ís­lands og niður­brot vest­rænnar sam­vinnu

Þorsteinn Kristinsson skrifar

Vestræn samvinna er í dag í sinni dýpstu krísu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vandamálin eiga sér nokkra forsögu. Engu að síður eru þær breytingar sem hafa átt sér stað síðustu vikur svo hraðar og umfangsmiklar, að telja má líklegt að varnarsamstarf Bandaríkjanna og Evrópu muni breytast í grundvallaratriðum á næstu misserum.

Skoðun

Um náttúrulög­mál og af­tengingu

Sölvi Tryggvason skrifar

Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi.

Skoðun

Styðjum barna­fjöl­skyldur

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. 

Skoðun

Ósann­gjörn skipting kíló­metra­gjalds

Njáll Gunnlaugsson skrifar

Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól.

Skoðun

Pólska sjónar­hornið

Halldór Auðar Svansson skrifar

Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu.

Skoðun

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í vara­for­manns­kjöri

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær.

Skoðun

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu.

Skoðun

Rektor sem gerir ómögu­legt mögu­legt

Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er.

Skoðun

Björn Þor­steins­son er gott rektorsefni

Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson skrifa

Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ.

Skoðun

Hvað vakir fyrir utan­ríkis­ráð­herra?

Snorri Másson skrifar

Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti.

Skoðun