Viðskipti erlent

Osló er dýrasta borg heims

Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.

Viðskipti erlent

Fitch staðfestir AAA einkunn Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem þrefalt A. Þar með er Fitch ósammála Standard & Poor´s um lánshæfi Bandaríkjanna en Standard & Poor´s lækkaði það fyrir tveimur vikum síðan.

Viðskipti erlent

Þýska aflvélin á evrusvæðinu hikstar

Flest allir markaðir í Evrópu eru í rauðum tölum í morgun eftir að þýska hagstofan tilkynnti að verulega hefði dregið úr hagvexti í landinu á öðrum ársfjórðungi ársins. Mældist hagvöxturinn aðeins 0,1% en hann var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Viðskipti erlent

Nordea bankinn kærður til lögreglu vegna Pandóru

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað.

Viðskipti erlent

Matvælaverð í heiminum sjaldan verið hærra

Heimsmarkaðsverð á matvælum er enn með því hæsta sem þekkst hefur. Matvælavísitala Alþjóða bankans hefur hækkað um 33% frá því á sama tíma í fyrra og er nú aftur orðin jafnhá og hún var í aðdraganda fjármálakreppunnar fyrir þremur árum síðan.

Viðskipti erlent

Google kaupir Motorola

Tæknirisinn Google hefur tilkynnt að hann muni kaupa Motorola Mobility, sem er farsímahluti Motorola. Þessum kaupum fylgja allir símar sem Motorola framleiðir, sem og spjaldtölvur. Motorola Solutions, sem sér um fjarskiptalausnir fyrirtækisins, er ekki inni í kaupum Google og mun starfa áfram sjálfstætt. Þetta þykja mikil tíðindi í tækniheiminum þar sem Google mun nú sitja beggja vegna borðsiðns, sem eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, og svo nú sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android. Samkvæmt upplýsingum á bloggsíðu sem Google heldur úti mun Motorola starfa sem sér deild innan Google, til að byrja með hið minnsta. Tilkynnt var um kaupin fyrr í dag en Google hefur skuldbundið sig til að kaupa hvern hlut í Motorola á genginu 40 dali. Þetta er um 63 prósentum hærra en gengi á mörkuðum. Heildarvirði kaupanna er um 1500 milljarðar króna. Þetta eru stærstu einstöku kaup Google frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum.

Viðskipti erlent

Stórverslunin Illum seld fyrir metfé

Stórverslunin Illum í Kaupmannahöfn hefur verið seld ástralska fjárfestingarsjóðnum Macquarie fyrir 1,64 milljarða danskra kr. eða um 36 milljarða kr. Í blaðinu Börsen segir að um stærstu fasteignakaup í sögu Danmerkur sé að ræða, þ.e. hvað varðar einstaka fasteign.

Viðskipti erlent

Starfsfólkið hélt að það ynni í alvöru Apple-búð

Alls tuttugu og tvær Apple verslanir í kínversku borginni Kunming hafa verið afhjúpaðar sem gerviverslanir en verslanirnar voru innréttaðar sem ekta Apple búðir og starfsfólkið, sem var allt í sérstökum Apple einkennisfatnaði, hélt það væri að vinna í ósviknum Apple búðum.

Viðskipti erlent

Strumparnir sagðir á bakvið hlutabréfahrunið

Þeir eru litlir, bláir og sætir og sem stendur eru þeir mjög óvelkomnir, eða persona non grata, á Wall Street. Margir telja, að vísu meir í gamni en alvöru, að Strumparnir séu ástæðan fyrir hlutabréfahruninu á Wall Street uppúr síðustu mánaðarmótum.

Viðskipti erlent

Dönsk fyrirsæta borgaði ekki skatt í 6 ár

Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta.

Viðskipti erlent