Viðskipti erlent

Ekki verið minna atvinnuleysi í 50 ár

Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði. Vísbendingar um færri ráðningar. Atvinnuleysi er komið niður í 3,5 prósent og hefur ekki verið svo lítið síðan í desember 1969.

Viðskipti erlent

Boeing greiðir bætur til aðstandenda

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur.

Viðskipti erlent

Thomas Cook fallið

Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook.

Viðskipti erlent

Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag

Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent

H&M setur þrýsting á leigusalana

H&M hefur farið fram á við leigusala erlendis að sett verði ákvæði í leigusamninga um að vöruskil til verslana lækki veltutengdar leigugreiðslur. Verslanakeðjan hefur ekki krafist þess af íslensku fasteignafélögunum.

Viðskipti erlent