Viðskipti innlent Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Viðskipti innlent 8.5.2023 20:29 Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. Viðskipti innlent 8.5.2023 12:25 Guðný Björg og Svandís Hlín stýra nýjum sviðum hjá Landsneti Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðs og umbóta sem er nýtt svið hjá Landsneti og Svandís Hlín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti sem líka er nýtt svið. Viðskipti innlent 8.5.2023 10:27 Birgir Hrafn mun leiða stafræna þróun hjá Digido Birgir Hrafn Birgisson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá Digido. Viðskipti innlent 8.5.2023 07:18 Forstjórarnir héldu báðir titlum sínum við samrunann Guðný Helga Herbertsdóttir og Haraldur Þórðarson verða bæði áfram forstjórar eftir sameiningu Vátryggingafélags Íslands (VÍS) og Fossa. Viðskipti innlent 5.5.2023 21:46 Erna Björk nýr fjármálastjóri Advania Erna Björk Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn. Viðskipti innlent 5.5.2023 13:40 Jón Brynjar ráðinn forstöðumaður fjármála hjá Sýn Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn til Sýnar og mun hann leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. Viðskipti innlent 5.5.2023 13:18 Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 5.5.2023 12:51 Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 5.5.2023 12:30 Hrun hjá Marel og feðgarnir töpuðu 7,5 milljörðum Verð á hlutabréfum Marel lækkaði í gær um 17,56 prósent og fór markaðsvirði félagsins úr 452 milljörðum niður í 381 milljarð. Eignarhlutur Eyrir Invest, stærsta hluthafinn í Marel, rýrnaði um 19,5 milljörða króna vegna lækkunarinnar. Hlutur tveggja stærsta eigenda Eyris, feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar rýrnaði um 7,5 milljarða vegna lækkana gærdagsins. Viðskipti innlent 5.5.2023 10:33 Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. Viðskipti innlent 4.5.2023 14:50 Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. Viðskipti innlent 4.5.2023 13:37 María tekur við af Birni Sveinbjörns hjá NTC María Greta Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fataverslunarinnar NTC. Hún tekur við af Birni Sveinbjörnssyni sem verður fjármálastjóri NTC. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins síðan 2007. Viðskipti innlent 4.5.2023 12:58 Bein útsending: Nýsköpunarkraftur kvenna – sögur úr hugverkageiranum Málþing um hugverkaréttindi og nýsköpunarkraft kvenna verður haldið í tilefni af alþjóðahugverkadeginum milli klukkan 11 og 13 í dag. Viðskipti innlent 4.5.2023 10:30 Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. Viðskipti innlent 4.5.2023 10:12 Meta stöðu sameinaðs félags og skoða sameiningu nánar í kjölfarið Viðræður um samruna Íslandsbanka og Kviku eru umfangsmiklar. Bæði félög hafa ráðið fjárhagslega ráðgjafa og er unnið að því að meta samlegð af samruna bankanna og í senn meta stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðskipti innlent 3.5.2023 20:45 Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Viðskipti innlent 3.5.2023 17:00 Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Fulltrúar Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB munu kynna niðurstöður úr spurningakönnun Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi á fundi klukkan 10:30. Viðskipti innlent 3.5.2023 10:01 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. Viðskipti innlent 3.5.2023 09:54 Kristín tekur við fræðslustjórn og Elfa nýr deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka. Greint var frá því í morgun að Björn Berg Gunnarsson, sem hefur starfað við bankann í sextán ár, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu, hafi látið af störfum. Viðskipti innlent 2.5.2023 14:45 „Súmmerar upp virðingarleysið sem okkur er sýnt“ Formaður VR gagnrýnir verslunareigendur harðlega fyrir að hafa verslanir sínar opnar á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Hann segir sérstök 1. maí tilboð súmmera upp virðingarleysið við starfsfólk verslana. Viðskipti innlent 2.5.2023 11:42 Ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu hjá OK María Rán Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu OK. Viðskipti innlent 2.5.2023 09:21 Björn Berg hættir hjá Íslandsbanka Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, er hættur störfum fyrir bankann. Hann hefur starfað fyrir bankann í sextán ár. Viðskipti innlent 2.5.2023 09:13 Formlega hættur hjá Twitter: „Ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði“ Haraldur Þorleifsson hefur endanlega gengið frá starfslokum sínum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Hann segir ánægjulegt að farsæl lausn hafi fundist í málinu, en það hefur mikið verið í deiglunni undanfarið. Viðskipti innlent 30.4.2023 20:16 Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu. Viðskipti innlent 30.4.2023 19:17 Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. Viðskipti innlent 28.4.2023 19:17 Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. Viðskipti innlent 28.4.2023 16:08 Mesta hækkun íbúðaverðs í níu mánuði Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í mars. Er það mesta hækkun síðan í júní á síðasta ári. Alls voru undirritaðir 485 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í mars. Viðskipti innlent 28.4.2023 14:02 Rakel nýr regluvörður Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem tók við stöðunni árið 2015 og sagði starfinu lausu í mars. Viðskipti innlent 28.4.2023 13:56 Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Viðskipti innlent 28.4.2023 13:39 « ‹ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 … 334 ›
Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Viðskipti innlent 8.5.2023 20:29
Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. Viðskipti innlent 8.5.2023 12:25
Guðný Björg og Svandís Hlín stýra nýjum sviðum hjá Landsneti Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðs og umbóta sem er nýtt svið hjá Landsneti og Svandís Hlín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti sem líka er nýtt svið. Viðskipti innlent 8.5.2023 10:27
Birgir Hrafn mun leiða stafræna þróun hjá Digido Birgir Hrafn Birgisson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá Digido. Viðskipti innlent 8.5.2023 07:18
Forstjórarnir héldu báðir titlum sínum við samrunann Guðný Helga Herbertsdóttir og Haraldur Þórðarson verða bæði áfram forstjórar eftir sameiningu Vátryggingafélags Íslands (VÍS) og Fossa. Viðskipti innlent 5.5.2023 21:46
Erna Björk nýr fjármálastjóri Advania Erna Björk Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn. Viðskipti innlent 5.5.2023 13:40
Jón Brynjar ráðinn forstöðumaður fjármála hjá Sýn Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn til Sýnar og mun hann leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. Viðskipti innlent 5.5.2023 13:18
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 5.5.2023 12:51
Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 5.5.2023 12:30
Hrun hjá Marel og feðgarnir töpuðu 7,5 milljörðum Verð á hlutabréfum Marel lækkaði í gær um 17,56 prósent og fór markaðsvirði félagsins úr 452 milljörðum niður í 381 milljarð. Eignarhlutur Eyrir Invest, stærsta hluthafinn í Marel, rýrnaði um 19,5 milljörða króna vegna lækkunarinnar. Hlutur tveggja stærsta eigenda Eyris, feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar rýrnaði um 7,5 milljarða vegna lækkana gærdagsins. Viðskipti innlent 5.5.2023 10:33
Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. Viðskipti innlent 4.5.2023 14:50
Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. Viðskipti innlent 4.5.2023 13:37
María tekur við af Birni Sveinbjörns hjá NTC María Greta Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fataverslunarinnar NTC. Hún tekur við af Birni Sveinbjörnssyni sem verður fjármálastjóri NTC. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins síðan 2007. Viðskipti innlent 4.5.2023 12:58
Bein útsending: Nýsköpunarkraftur kvenna – sögur úr hugverkageiranum Málþing um hugverkaréttindi og nýsköpunarkraft kvenna verður haldið í tilefni af alþjóðahugverkadeginum milli klukkan 11 og 13 í dag. Viðskipti innlent 4.5.2023 10:30
Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. Viðskipti innlent 4.5.2023 10:12
Meta stöðu sameinaðs félags og skoða sameiningu nánar í kjölfarið Viðræður um samruna Íslandsbanka og Kviku eru umfangsmiklar. Bæði félög hafa ráðið fjárhagslega ráðgjafa og er unnið að því að meta samlegð af samruna bankanna og í senn meta stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðskipti innlent 3.5.2023 20:45
Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Viðskipti innlent 3.5.2023 17:00
Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Fulltrúar Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB munu kynna niðurstöður úr spurningakönnun Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi á fundi klukkan 10:30. Viðskipti innlent 3.5.2023 10:01
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. Viðskipti innlent 3.5.2023 09:54
Kristín tekur við fræðslustjórn og Elfa nýr deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka. Greint var frá því í morgun að Björn Berg Gunnarsson, sem hefur starfað við bankann í sextán ár, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu, hafi látið af störfum. Viðskipti innlent 2.5.2023 14:45
„Súmmerar upp virðingarleysið sem okkur er sýnt“ Formaður VR gagnrýnir verslunareigendur harðlega fyrir að hafa verslanir sínar opnar á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Hann segir sérstök 1. maí tilboð súmmera upp virðingarleysið við starfsfólk verslana. Viðskipti innlent 2.5.2023 11:42
Ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu hjá OK María Rán Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu OK. Viðskipti innlent 2.5.2023 09:21
Björn Berg hættir hjá Íslandsbanka Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, er hættur störfum fyrir bankann. Hann hefur starfað fyrir bankann í sextán ár. Viðskipti innlent 2.5.2023 09:13
Formlega hættur hjá Twitter: „Ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði“ Haraldur Þorleifsson hefur endanlega gengið frá starfslokum sínum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Hann segir ánægjulegt að farsæl lausn hafi fundist í málinu, en það hefur mikið verið í deiglunni undanfarið. Viðskipti innlent 30.4.2023 20:16
Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu. Viðskipti innlent 30.4.2023 19:17
Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. Viðskipti innlent 28.4.2023 19:17
Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. Viðskipti innlent 28.4.2023 16:08
Mesta hækkun íbúðaverðs í níu mánuði Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í mars. Er það mesta hækkun síðan í júní á síðasta ári. Alls voru undirritaðir 485 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í mars. Viðskipti innlent 28.4.2023 14:02
Rakel nýr regluvörður Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem tók við stöðunni árið 2015 og sagði starfinu lausu í mars. Viðskipti innlent 28.4.2023 13:56
Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Viðskipti innlent 28.4.2023 13:39