Vilja seðlabankastjóra burt og neyðarlög um lækkun vaxta Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2023 12:13 Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR birtu grein í morgun þar sem þau tíunda meint mistök Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í embætti. Samsett Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR krefjast þess að seðlabankastjóra verði vikið úr embætti fyrir meint mistök í vaxtamálum sem hafi aukið byrðar heimilanna í landinu. Þá verði stjórnvöld nú þegar að setja neyðarlög sem keyri vextina niður svo heimilin verði ekki ein látin bera ábyrgð á því að koma verðbólgunni niður. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR birtu ítarlega grein á Vísi í morgun þar sem þau tíunda meint mistök Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í embætti. Hvorki seðlabankastjóri né Seðlabankinn njóti lengur trausts þjóðarinnar. Seðlabankastjóri beri ábyrgð á miklum og vanhugsuðum vaxtalækkunum eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og síðan gífurlegum vaxtahækkunum sem eigi sér ekki hiðstæðu í öðrum löndum. „Okkur finnst hann algerlega rúinn trausti, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það hvernig Seðlabanki Íslands hefur í raun farið gegn heimilum landsins á harðari og óbilgjarnari hátt en nokkur Seðlabanki nokkurs staðar í heiminum gengur ekki upp,“ segir Ásthildur Lóa. Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri til fimm ára og rennur skipunartími hans út í ágúst á næsta ári. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór segja í grein sinni að því þurfi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að auglýsa stöðuna í febrúar, annars framlengist skipun Ásgeirs um önnur fimm ár. Seðlabankastjóri hefur marg ítrekað að aðgerðir bankans byggi á lögum um hann þar sem bankanum væri falið það hlutverk að stuðla að því að verðbólga væri í kringum 2,5 prósenta verðbólgumarkmið. Ásthildur Lóa telur Seðlabankann ekki hafa gert það. „Fyrst klúðra þeir málum alveg svakalega með því að búa til ástand á húsnæðismarkaði með því að fara í vaxtalækkanir án þess að koma með nokkra einustu mótvægisaðgerð við þær. Og núna sitjum við allt í einu uppi með eitthvað sem er þeirra klúður að stóru leyti,“ segir þingmaðurinn. Orsakir verðbólgunnar megi ekki rekja til heimilanna í landinu heldur til annarra þátta. Þá bitni verðbólgan helst á þeim fjórðungi lántakenda sem væru með óverðtryggð lán. Bankinn væri að búa til kreppu sem taki mörg ár að ganga yfir. Auk þess að skipta seðlabanakstjóra út verði stjórnvöld að grípa til aðgerða fyrir heimilin. „Við krefjumst þess einnig að sett verði neyðarlög til verndar heimilunum. Vextir verði lækkaðir hratt niður í að minnsta kosti fjögur prósent og bremsa eða þak sett á leiguverð.“ Þannig að vaxtabreytingum verði handstýrt? „Já, það verður bara að vera þannig. Ég meina, er ekki verið að handstýra þeim hvort eð er? Er Seðlabankinn ekki að handstýra vaxtabreytingum,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Við krefjumst uppsagnar Seðlabankastjóra! Það sem við rekjum hér á eftir ætti að vekja alvarlegar spurningar um hæfi æðstu stjórnenda Seðlabankans og við teljum ljóst að hvorki Seðlabankinn né Seðlabankastjóri sjálfur, njóti trausts þjóðarinnar lengur. 6. nóvember 2023 08:31 Stýrivaxtahækkanir farnar að bera árangur Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða og stendur nú í 7,9 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mælinguna ekki koma á óvart og að ljóst sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að bera árangur. 30. október 2023 11:40 Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri. 26. október 2023 14:24 Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. 23. október 2023 11:33 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR birtu ítarlega grein á Vísi í morgun þar sem þau tíunda meint mistök Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í embætti. Hvorki seðlabankastjóri né Seðlabankinn njóti lengur trausts þjóðarinnar. Seðlabankastjóri beri ábyrgð á miklum og vanhugsuðum vaxtalækkunum eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og síðan gífurlegum vaxtahækkunum sem eigi sér ekki hiðstæðu í öðrum löndum. „Okkur finnst hann algerlega rúinn trausti, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það hvernig Seðlabanki Íslands hefur í raun farið gegn heimilum landsins á harðari og óbilgjarnari hátt en nokkur Seðlabanki nokkurs staðar í heiminum gengur ekki upp,“ segir Ásthildur Lóa. Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri til fimm ára og rennur skipunartími hans út í ágúst á næsta ári. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór segja í grein sinni að því þurfi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að auglýsa stöðuna í febrúar, annars framlengist skipun Ásgeirs um önnur fimm ár. Seðlabankastjóri hefur marg ítrekað að aðgerðir bankans byggi á lögum um hann þar sem bankanum væri falið það hlutverk að stuðla að því að verðbólga væri í kringum 2,5 prósenta verðbólgumarkmið. Ásthildur Lóa telur Seðlabankann ekki hafa gert það. „Fyrst klúðra þeir málum alveg svakalega með því að búa til ástand á húsnæðismarkaði með því að fara í vaxtalækkanir án þess að koma með nokkra einustu mótvægisaðgerð við þær. Og núna sitjum við allt í einu uppi með eitthvað sem er þeirra klúður að stóru leyti,“ segir þingmaðurinn. Orsakir verðbólgunnar megi ekki rekja til heimilanna í landinu heldur til annarra þátta. Þá bitni verðbólgan helst á þeim fjórðungi lántakenda sem væru með óverðtryggð lán. Bankinn væri að búa til kreppu sem taki mörg ár að ganga yfir. Auk þess að skipta seðlabanakstjóra út verði stjórnvöld að grípa til aðgerða fyrir heimilin. „Við krefjumst þess einnig að sett verði neyðarlög til verndar heimilunum. Vextir verði lækkaðir hratt niður í að minnsta kosti fjögur prósent og bremsa eða þak sett á leiguverð.“ Þannig að vaxtabreytingum verði handstýrt? „Já, það verður bara að vera þannig. Ég meina, er ekki verið að handstýra þeim hvort eð er? Er Seðlabankinn ekki að handstýra vaxtabreytingum,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Við krefjumst uppsagnar Seðlabankastjóra! Það sem við rekjum hér á eftir ætti að vekja alvarlegar spurningar um hæfi æðstu stjórnenda Seðlabankans og við teljum ljóst að hvorki Seðlabankinn né Seðlabankastjóri sjálfur, njóti trausts þjóðarinnar lengur. 6. nóvember 2023 08:31 Stýrivaxtahækkanir farnar að bera árangur Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða og stendur nú í 7,9 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mælinguna ekki koma á óvart og að ljóst sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að bera árangur. 30. október 2023 11:40 Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri. 26. október 2023 14:24 Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. 23. október 2023 11:33 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Við krefjumst uppsagnar Seðlabankastjóra! Það sem við rekjum hér á eftir ætti að vekja alvarlegar spurningar um hæfi æðstu stjórnenda Seðlabankans og við teljum ljóst að hvorki Seðlabankinn né Seðlabankastjóri sjálfur, njóti trausts þjóðarinnar lengur. 6. nóvember 2023 08:31
Stýrivaxtahækkanir farnar að bera árangur Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða og stendur nú í 7,9 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mælinguna ekki koma á óvart og að ljóst sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að bera árangur. 30. október 2023 11:40
Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri. 26. október 2023 14:24
Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. 23. október 2023 11:33