Margslungið og þægilegt 13. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um eins manns hljómsveit Gulla Briem, Earth Affair. Gunnlaugur Briem gerði garðinn frægan með Mezzoforte á sínum tíma og hefur komið víða við á ferli sínum. Oftast hefur hann verið í bakgrunninum eins og trommara er siður en er nú farinn að láta meira að sér kveða. Earth Affair heitir nýstofnuð eins manns hljómsveit Gulla og er þetta því í raun önnur sólóplata hans. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistin hálfgerður sambræðingur frá mörgum heimshornum, svokölluð heimstónlist. Flautuleikur, afrískur trommutaktur, harmonikkuleikur og munkasöngur fá meðal annars að njóta sín í bland við nútímalegan trommutaktinn. Sumu á þessari plötu svipar þannig til nýlegrar plötu Sigtryggs Baldurssonar, og virðist sem þessi tónlistargerð sé nokkuð að ryðja sér til rúms, í það minnsta á meðal íslenskra trommuleikara. Hefðbundið popp kemur þó líka við sögu á plötunni. Til að mynda er French Touch ekta seiðandi franskt popplag auk þess sem Morten Harket úr A-ha kemur sterkur inn í Gildas Prayer þar sem indverskum áhrifum er blandað á skemmtilegan hátt saman við fallegan sönginn. Það lag gæti auðveldlega notið vinsælda. Djassbræðingur í anda Mezzoforte er heldur aldrei langt undan, meðal annars í hinu ambient-skotna Little One Growing Up. Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyrun er hún fyrirtaks gripur. Tónlist Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Segist vera orðinn of gamall Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um eins manns hljómsveit Gulla Briem, Earth Affair. Gunnlaugur Briem gerði garðinn frægan með Mezzoforte á sínum tíma og hefur komið víða við á ferli sínum. Oftast hefur hann verið í bakgrunninum eins og trommara er siður en er nú farinn að láta meira að sér kveða. Earth Affair heitir nýstofnuð eins manns hljómsveit Gulla og er þetta því í raun önnur sólóplata hans. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistin hálfgerður sambræðingur frá mörgum heimshornum, svokölluð heimstónlist. Flautuleikur, afrískur trommutaktur, harmonikkuleikur og munkasöngur fá meðal annars að njóta sín í bland við nútímalegan trommutaktinn. Sumu á þessari plötu svipar þannig til nýlegrar plötu Sigtryggs Baldurssonar, og virðist sem þessi tónlistargerð sé nokkuð að ryðja sér til rúms, í það minnsta á meðal íslenskra trommuleikara. Hefðbundið popp kemur þó líka við sögu á plötunni. Til að mynda er French Touch ekta seiðandi franskt popplag auk þess sem Morten Harket úr A-ha kemur sterkur inn í Gildas Prayer þar sem indverskum áhrifum er blandað á skemmtilegan hátt saman við fallegan sönginn. Það lag gæti auðveldlega notið vinsælda. Djassbræðingur í anda Mezzoforte er heldur aldrei langt undan, meðal annars í hinu ambient-skotna Little One Growing Up. Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyrun er hún fyrirtaks gripur.
Tónlist Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Segist vera orðinn of gamall Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira