Lífið

Heklaði sér fyrir út­borgun í húsi í Þing­holtunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tinna er mikill heklari.
Tinna er mikill heklari.

Tinna Þórudóttir Þorvaldar er eini atvinnuheklari landsins. Hennar bisness felst í því að hanna heklstykki, skrifa upp uppskriftir og selja á alþjóðlegum heklsíðum.

 Það má segja að heimsfaraldur kórónuveiru hafi ýtt Tinnu út í að gera heklið að frama og heklaði hún sér til að mynda fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum. Nú lifir hún á heklinu, heklar á hverjum degi og gæti ekki verið ánægðari með ævistarfið.

Tinna heldur úti vinsælli Facebook-síðu með yfir 90 þúsund meðlimum, Instagram-síðu með rúmlega 50 þúsund fylgjendum og er með yfir 200 þúsund fylgjendur á YouTube. Það má því segja að hún sé frægasti, íslenski áhrifavaldurinn sem fólk hefur aldrei heyrt um. Hún hefur ferðast um landið og heiminn að kenna hekl og liggur leiðin til Ástralíu í sumar þar sem hún kennir á stórri, alþjóðlegri heklráðstefnu.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir settist niður með Tinnu í Íslandi í dag á dögunum og fékk að heyra hennar sögu og fá góð ráð fyrir fólk sem langar að byrja að hekla. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.