Aukinn kraftur í jafnréttisumræðu Dagur B. Eggertsson skrifar 18. júní 2004 00:01 Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun